fbpx
Föstudagur 22.febrúar 2019
Fréttir

Hún spáði fyrir um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 2001, Brexit og hnattræna hlýnun – Spáir stóratburðum 2018

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manstu eftir búlgörsku spákonunni Baba Vanga sem spáði fyrir um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001, hnattræna hlýnun og að Bretar myndu yfirgefa ESB? Þetta voru að minnsta kosti spádómar hennar miðað við túlkanir aðdáenda hennar en sumir aðrir eru eflaust á allt öðru máli og telja hana ekki hafa spáð fyrir um eitt né neitt.

En miðað við túlkanir aðdáenda Vanga þá eigum við viðburðarríkt ár í vændum. Vanga getur þó ekki sjálf skýrt málin nánar en hún lést 1996, 85 ára að aldri. Hún var blind og að sögn aðdáenda hennar gædd yfirnáttúrulegum hæfileikum sem gerðu henni kleift að spá fyrir um framtíðina.

Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að samkvæmt túlkunum á spám Vanga þá muni Kína taka stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi sem mesta risaveldi heimsins. Auk þess fela spádómar hennar að sögn í sér að „ný tegund orku“ muni verða uppgötvuð á Venus.

Aðdáendur Vanga telja fulla ástæðu til að trúa spádómunum og benda til dæmis á að kínverskt efnahagslíf hefur lengi blómstrað en þar var hagvöxturinn á þriðja ársfjórðungi 2017 6,8 prósent.

Hvað varðar hina „nýju tegund orku“ á Venus þá er það kannski öllu langsóttara því engar ákvarðanir hafa verið teknar um að senda geimfar þangað. Það er þó rétt að taka fram að næsta sumar hyggst bandaríska geimferðastofnunin NASA senda geimfarið Parker Solar til sólarinnar. Til að það sé hægt mun geimfarið nota þyngdarafl Venusar. Parker Solar er ætlað að rannsaka sólina og vonandi afla nýrrar vitneskju um þessa orkustöð okkar. Það er því kannski hugsanlegt að það sé ferð Parker Solar sem Vanga á við, hver veit?

Vanga hefur oft verið nefnd Nostradamus Balkanskagans og aðdáendur hennar telja að hún hafi strax á sjötta áratug síðustu aldar spáð fyrir um hnattræna hlýnun og flóðbylgjuna miklu í Asíu á annan dag jóla 2004.

Hún er einnig sögð hafa séð fyrir að hryðjuverkamenn myndu ráðast á Bandaríkin með flugvélum. Hvað varðar Brexit er hún sögð hafa sagt að Evrópa, eins og við þekkjum hana, muni hverfa af sjónarsviðinu. Þetta túlka margir sem ákvörðun Breta um að yfirgefa ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af