fbpx
Fréttir

Danskur auðmaður missti símann í sundlaugina og tapaði um leið milljónum á ótrúlegan hátt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 18:30

Lars Seier Christensen, danskur auðmaður og forstjóri Saxo Bank í Danmörku, varð fyrir því óláni ekki alls fyrir löngu að missa farsíma sinn í sundlaugina þar sem hann flatmagaði í sólinni á Marbella á Spáni.

Í viðtali við Børsen í Danmörku segir Lars frá þessu en umræddur sími geymdi kóða með eignarhaldi hans á Bitcoin-sýndarmyntinni. Þetta var á þeim tíma þegar gengið Bitcoin var ekki í sömu hæðum og það er í dag, en þó hljóp verðmæti myntarinnar þegar slysið varð á nokkrum tugum milljóna.

Gengi Bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri – þó örlítið hafi gefið á bátinn á dögunum – og næmi verðmæti myntarinnar sem Lars tapaði líklega nokkrum milljörðum króna.

„Við sátum við sundlaugarbakkann og nutum lífsins þegar ég missti símann af borðinu og ofan í laugina,“ segir Lars sem hafði ekki tekið afrit af kóðanum sem geymdi upplýsingarnar. Lars segist ekki hafa grátið það sérstaklega þó hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum þennan örlagaríka dag, enda hefur hann aldrei liðið skort hvað peninga varðar. Eftir að gengi Bitcoin hækkaði upp úr öllu valdi hugsaði hann þó með sér að það hefði kannski verið gott að eiga afrit.

Þess má geta að skömmu eftir þetta slys keypti Lars Bitcoin-mynt fyrir um eina milljón danskra króna og seldi hana svo aftur með miklum hagnaði fyrr á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum