fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sigurjón ætlaði að kaupa vændi og var stunginn í lærið

Ruddust inn vopnaðir exi – Kærði árásina – Sagði vændiskaup vera tilraun

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og karlmaður um tvítugt fengu dóm fyrir að ræna Sigurjón R. Ingvarsson í vikunni. Í ákæru kemur fram að þau hafi blekkt Sigurjón sem taldi að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Sigurjón er skólabílstjórinn sem reyndi að kaupa vændi af tálbeitu DV. Hann lýsti síðar yfir að um tilraun hefði verið að ræða.

Í umfjöllun Vísis kemur fram að parinu hafi tekist að blekkja Sigurjón og bauð hann þeim inn á heimili sitt en þau voru þá ekki nema 18 og 19 ára. Var Sigurjóni tjáð að önnur stúlka væri á leiðinni og ætlaði hann að kaupa vændi af henni líka.

Þegar bankað var á dyrnar og Sigurjón opnaði ruddust inn þrír grímuklæddir menn í stað stúlkunnar sem hann taldi sig eiga von á. Voru mennirnir að sögn Sigurjóns vopnaðir exi, kylfu og byssu. Var Sigurjón keyrður í gólfið og stunginn í lærið. Þá meiddist hann á sköflungi, rifbeinsbrotnaði og hruflaðist á hálsi.

Mennirnir kröfðust þess að fá peninga frá Sigurjóni. Nágranni hafði samband við lögreglu og lögðu þá ungmennin á flótta með verkjalyf, sígarettur og iPhone 5-síma Sigurjóns. Sigurjón leitaði sér aðhlynningar á spítala og kærði svo málið í kjölfarið. Parið var dæmt fyrir rán en enginn þarf að sæta ábyrgð vegna líkamsárásarinnar þar sem ekki tókst að sanna hver átti þar í hlut. Var dómur stúlkunnar skilorðsbundinn en pilturinn rauf skilorð og var dæmdur til fangelsisvistunar í þrjá mánuði.

Sigurjón var til umfjöllunar í DV í haust þegar hann reyndi að kaupa vændi af tálbeitu DV, stúlku sem átti að vera nýútskrifuð úr grunnskóla. Á þeim tíma sem Sigurjón gekk í gildru DV starfaði hann sem skólabílstjóri. Hann var rekinn úr starfi eftir umfjöllun DV. Sigurjón viðurkenndi í samtali við blaðamenn DV að kaupa reglulega vændi af konum. Seinna hafði Sigurjón samband við DV til að koma því á framfæri að hann hefði aldrei ætlað sér að kaupa vændi af tálbeitunni. Um hefði verið að ræða tilraun af hans hálfu og forvitni rekið hann áfram til að sjá hvað myndi gerast hjá fólki sem keypti vændi af börnum.

DV hefur heimildir fyrir því að Sigurjón hafi í vikunni verið í samskiptum við að minnsta kosti eina vændiskonu. Hvort það sé tilraun líka hefur DV ekki fengið staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“