Öskraði „Guð er kona“ ber að ofan og reyndi að stela Jesúbarninu í Vatíkaninu

Kona, sem var ber að ofan, reyndi að stela Jesúbarninu úr jötunni í Vatíkaninu í mótmælaskyni við feðraveldið.

Alisa Vinogradova er í femínista hópnum Femen, en hópurinn varð frægur fyrir að mótmæla ber að ofan í stuðningi við Pussy Riot.

Alisa öskraði „Guð er kona“ er hún hljóp að Jesúbarninu. Á bakinu hennar stóð einnig: „Guð er kona.“

Lögregla náði að stöðva hana áður en hún komst á brott með Jesúbarnið. Metro greinir frá.

Atvikið átti sér stað um tveimur tímum áður en Frans páfi hélt jólaræðu sína fyrir um 50 þúsund manns á torginu.

Horfðu á myndband af atvikinu hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.