Fréttir

Óttast að Norður-Kóreumenn muni nota miltisbrand

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 19:30

Norðurkóreskur hermaður, sem komst í heimsfréttirnar þegar hann flúði yfir landamærin til Suður-Kóreu fyrir skemmstu, reyndist vera með mótefni gegn miltisbrandi í blóðinu.

Þetta kom fram í athyglisverðri umfjöllun Sky News um jólin. Því hefur lengi verið haldið fram að Norður-Kóreumenn vinni að þróun efna- og sýklavopna og mun þetta væntanlega ekki kveða þann orðróm í kútinn.

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu greindu frá því að hermaðurinn hafi annað hvort komist í snertingu við miltisbrand eða fengið mótefni gegn bakteríunni sem getur valdið sýkingu og drepi. Sé hans neytt með fæðu kemst hann í blóðrásina og veldur bólgum og skemmdum en sýkillinn getur einnig komst í húðina þar sem hann veldur sýkingu og drepi.

Nánar má lesa um miltisbrand á Vísindavefnum.

Árið 2015 lýstu Bandaríkjamenn áhyggjum af því að verið væri að framleiða miltisbrand í líftæknistofnun í Pyongyang. Stjórnvöld í Pyongyang báru þær ásakanir til baka og sögðu að það eina sem yfirvöld framleiddu væru skordýraeitur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018