Óttast að Norður-Kóreumenn muni nota miltisbrand

Norðurkóreskur hermaður, sem komst í heimsfréttirnar þegar hann flúði yfir landamærin til Suður-Kóreu fyrir skemmstu, reyndist vera með mótefni gegn miltisbrandi í blóðinu.

Þetta kom fram í athyglisverðri umfjöllun Sky News um jólin. Því hefur lengi verið haldið fram að Norður-Kóreumenn vinni að þróun efna- og sýklavopna og mun þetta væntanlega ekki kveða þann orðróm í kútinn.

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu greindu frá því að hermaðurinn hafi annað hvort komist í snertingu við miltisbrand eða fengið mótefni gegn bakteríunni sem getur valdið sýkingu og drepi. Sé hans neytt með fæðu kemst hann í blóðrásina og veldur bólgum og skemmdum en sýkillinn getur einnig komst í húðina þar sem hann veldur sýkingu og drepi.

Nánar má lesa um miltisbrand á Vísindavefnum.

Árið 2015 lýstu Bandaríkjamenn áhyggjum af því að verið væri að framleiða miltisbrand í líftæknistofnun í Pyongyang. Stjórnvöld í Pyongyang báru þær ásakanir til baka og sögðu að það eina sem yfirvöld framleiddu væru skordýraeitur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.