Fjármálaráðherra Bandaríkjanna fékk illa lyktandi jólagjöf

Sprengjusérfræðingar lögreglu voru kallaðir á vettvang

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna er umdeildur.
Steve Mnuchin Fjármálaráðherra Bandaríkjanna er umdeildur.

Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fékk heldur óvænta jólagjöf í ár. Sprengjudeild lögreglu var kölluð að heimili Mnuchin og fjölskyldu hans þegar torkennilegur pakki barst þangað. Þaulæfðar aðgerðir voru settar í gang en loksins var pakkinn opnaður. Þá blasti við hrúga af hrossaskít. Samkvæmt TMZ fréttum erlendra miðla var gjöfin stíluð á Mnuchin og sögð vera frá bandarísku þjóðinni.

Mnuchin hefur verið umdeildur í starfi síðan hann var skipaður í embættið í febrúar á þessu ári. Hann var sakaður um að hafa auðgast verulega á því að svipta fólk fasteignum sínum í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Þá hefur hann verið sakaður um að flagga auð sínum óhóflega ásamt eiginkonu sinni, Louise Linton.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.