Fréttir

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna fékk illa lyktandi jólagjöf

Sprengjusérfræðingar lögreglu voru kallaðir á vettvang

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. desember 2017 12:37

Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fékk heldur óvænta jólagjöf í ár. Sprengjudeild lögreglu var kölluð að heimili Mnuchin og fjölskyldu hans þegar torkennilegur pakki barst þangað. Þaulæfðar aðgerðir voru settar í gang en loksins var pakkinn opnaður. Þá blasti við hrúga af hrossaskít. Samkvæmt TMZ fréttum erlendra miðla var gjöfin stíluð á Mnuchin og sögð vera frá bandarísku þjóðinni.

Mnuchin hefur verið umdeildur í starfi síðan hann var skipaður í embættið í febrúar á þessu ári. Hann var sakaður um að hafa auðgast verulega á því að svipta fólk fasteignum sínum í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Þá hefur hann verið sakaður um að flagga auð sínum óhóflega ásamt eiginkonu sinni, Louise Linton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018