fbpx
Fréttir

Ungir piltar björguðu Jóhönnu í Breiðholti á Þorláksmessu: „Ekkert viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum“

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 24. desember 2017 13:24

Breiðhyltingurinn Jóhanna Bryndís Helgadóttir þakkar kærlega fyrir aðstoð ungra pilta sem komu henni úr ógöngum á Þorláksmessu. Þetta segir hún í Facebook-hópnum Betra Breiðholt fyrr í dag. Hún segir að hópur ungra manna hafi lyft bíl hennar sem var fastur við vegg innkeyrslunnar við Nettó.

„Það var sannur jólaandi sem sveif yfir vötnum fyrir framan Nettó í gær. Um kvöldmatarleitið kom frúin sér í þá aðstöðu við vegg innkeyrslunnar niður í neðanjarðargeymslur svæðisins, að hún þorði ekki að hreyfa bílinn. Meðan ég beið bjargvættis bar þar að ungan mann, síðan bættust fleiri í hópinn og þessir menn gerðu sér lítið fyrir og lyftu bílnum frá veggnum, hann er fimm manna og þungur mjög, ég sat ekki inni í honum á meðan,“ skrifar Jóhanna Bryndís.

Hún segist ekki viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. „Á Þorláksmessu þegar flestir eru á þönum gáfu þessir menn kerlingunni afl sitt og tíma. Ég rétt náði að kalla þakkir til þeirra eftir að hafa lagt bílnum með óskum um gleðileg jól. Er ekkert viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum borgarinnar, en í Breiðholtinu er gott að búa,“ segir Jóhanna Bryndís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“