fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Ungir piltar björguðu Jóhönnu í Breiðholti á Þorláksmessu: „Ekkert viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum“

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 24. desember 2017 13:24

Breiðhyltingurinn Jóhanna Bryndís Helgadóttir þakkar kærlega fyrir aðstoð ungra pilta sem komu henni úr ógöngum á Þorláksmessu. Þetta segir hún í Facebook-hópnum Betra Breiðholt fyrr í dag. Hún segir að hópur ungra manna hafi lyft bíl hennar sem var fastur við vegg innkeyrslunnar við Nettó.

„Það var sannur jólaandi sem sveif yfir vötnum fyrir framan Nettó í gær. Um kvöldmatarleitið kom frúin sér í þá aðstöðu við vegg innkeyrslunnar niður í neðanjarðargeymslur svæðisins, að hún þorði ekki að hreyfa bílinn. Meðan ég beið bjargvættis bar þar að ungan mann, síðan bættust fleiri í hópinn og þessir menn gerðu sér lítið fyrir og lyftu bílnum frá veggnum, hann er fimm manna og þungur mjög, ég sat ekki inni í honum á meðan,“ skrifar Jóhanna Bryndís.

Hún segist ekki viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. „Á Þorláksmessu þegar flestir eru á þönum gáfu þessir menn kerlingunni afl sitt og tíma. Ég rétt náði að kalla þakkir til þeirra eftir að hafa lagt bílnum með óskum um gleðileg jól. Er ekkert viss um að þetta hefði gerst í öllum hverfum borgarinnar, en í Breiðholtinu er gott að búa,“ segir Jóhanna Bryndís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?