Fylgstu með Jólasveininum ferðast um heiminn í beinni

Skjáskot af vef NORAD.
Skjáskot af vef NORAD.

NORAD, kerfið sem verndar Bandaríkin fyrir árásum, er nú að fylgjast með jólasveinum. Allir í heiminum geta því fylgst með Jólasveininum, hver hann er núna og hversu margar gjafir hann gefur í beinni á netinu.
Bob Brodie ofursti í flugher Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu að orrustuþotur fljúgi nálægt sleða Jólasveinsins, einnig væri notast við gervihnattatækni til að staðsetja sleðann nákvæmlega og innrauðar myndavélar væru að fylgjast með hreindýrinu Rúdolf.

Smelltu hér til að fylgjast með jólasveininum.

Þetta uppátæki NORAD má rekja til Harry Shoup ofursta sem var á radarvakt á aðfangadagskvöld 1955. Dagblað í Colorado Springs hafði birt auglýsingu með símanúmeri þar sem börn áttu að geta hringt í Jólasveininn en vegna innsláttarvillu var birt símanúmer radarvaktar NORAD. Shoup ofursti svaraði símanum og í stað þess að skella á börnin sem hringdu sagði hann þeim hvar Jólasveinninn væri. Í dag, 62 árum síðar, heldur NORAD þessu áfram og með hjálp styrktaraðila hafa þeir útbúið þetta gagnvirka gervihnattakort þar sem fylgjast má með Sveinka á sleðanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.