Fréttir

Almannatengil fyrir almannatengilinn

Björn Þorfinnsson skrifar
Laugardaginn 23. desember 2017 12:00

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er í klemmu þessa dagana. Á sama tíma og fjölmiðlar flytja fréttir af því að margir eigi ekki í sig og á um jólin og þurfi jafnvel að sætta sig við útrunninn mat og kjötbollur úr dós frá Fjölskylduhjálp Íslands þá fær biskupinn 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Er þetta annað árið í röð sem embættismenn þurfa að svara fyrir ákvarðanir kjararáðs, í fyrra tókst Guðna Th. Jóhannessyni forseta að komast vel frá öllu saman með því að gefa hækkunina til góðgerðarmála. Agnes bað sjálf um hækkunina og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hún myndi ekki tjá sig um málið. Ef kalla má séra Agnesi almannatengil Guðs á Íslandi þá er sárlega vöntun á almannatengli fyrir almannatengilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af