Fréttir

Útvarpsstjarna braut rassbein í Bláa lóninu: „Beinið stendur úr bakinu á þér“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. desember 2017 14:45

Írska útvarpsstjarnan Tracy Clifford var á ferðalagi um Ísland fyrir skemmstu og lenti í vandræðalegu slysi í Bláa lóninu. Clifford áttaði sig ekki strax á alvarleika slyssins en hún braut rófubein. Síðan þetta gerðist segist hún hafa mátt þola hæðnisglósur og sé nú „afturendi allra brandara“. Independent í Írlandi greinir frá þessu.

Clifford er dagskrárgerðarkona og plötusnúður hjá útvarpsstöðinni 2FM sem er undir írska ríkisútvarpinu, RTÉ. Þar er hún með þætti á virkum dögum klukkan 13:00.

Nýverið heimsótti hún Ísland í jólafríinu og vitaskuld var farið í Bláa lónið sem Clifford sagði „algjörlega stórfenglegt“. Hún hefði þó mátt fara hægar í gegnum gleðinnar dyr. „Ég steig allt of hratt upp úr lóninu og steig á eitthvað sem ég held að hafi verið sundfatnaður. Ég þeyttist upp í loft eins og banani.“

Hún datt á rassinn en áttaði sig ekki strax á hversu alvarleg meiðsl hún hafði fengið. Engu að síður fór hún á spítalann til athugunar. Þegar þangað var komið var henni sagt að hún væri með brotið rófubein. „Þeir settu mig ekki einu sinni í röntgen myndatöku, þannig að ég spurði þá hvernig þeir vissu það. Þá sögðu þeir: Beinið stendur úr bakinu á þér.“

Clifford segir að ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins hafi verið að hún hafi mjög háan sársaukaþröskuld. „Þetta var mjög skrýtið en ég fann ekkert fyrir þessu.“ Clifford er nú komin aftur heim til eyjunnar grænu og segist vera „afturendi allra brandara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum