fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ungur maður sat í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðganir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. desember 2017 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tvö ár lá Liam Allan, 22 ára Breti, undir grun um að hafa nauðgað 19 ára konu ítrekað og að hafa brotið á annan hátt gegn henni kynferðislega. Hann átti allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér en hann var ákærður fyrir sex nauðganir og jafn mörg kynferðisbrot af öðrum toga. En skyndilega dúkkaði leynilegur harður diskur upp en hann innihélt rúmlega 40.000 skilaboð. Þessi skilaboð breyttu stöðu málsins algjörlega.

The Times skýrir frá þessu. Konan sagði að Allan hefði þvingað hana til kynmaka en hann sagði aftur á móti að hún hefði samþykkt að stunda kynlíf með honum og að hún væri að hefna sín á honum því hún væri ósátt við að hann sleit sambandinu við hana þegar hann fór aftur í háskólann sinn til að halda námi sínu í afbrotafræði áfram.

Þegar málið var nýlega til meðferðar fyrir dómi sat Allan á sakabekknum og hafði misst alla von um að verða látinn laus. En skyndilega tók málareksturinn alveg nýja stefnu því „ný“ sönnunargögn dúkkuðu skyndilega upp. Í ljós kom að lögreglan hafði allan tímann verið með harðan disk í vörslu sinni en á disknum voru rúmlega 40.000 skilaboð frá ungu konunni, þolandanum, sem lögreglunni höfðu fundist „of persónuleg“ til að vera lesin upp í dómssal.

Í skilaboðunum bað konan Allan ítrekað um að stunda kynlíf með sér og sagði hversu mikið hún nyti þess að stunda kynlíf og ræddi um eigin fantasíur um kynlíf og nauðganir.

Liam Allan var sýknaður af öllum ákærum eftir að þessi nýju gögn komu fram.

The Times hefur eftir honum að honum sé að sjálfsögðu mjög létt yfir að hafa verið sýknaður en sé brugðið vegna þeirra „andlegu pyntinga“ sem hann þurfti að þola í tvö ár.

„Maður er alveg aleinn. Ég gat ekki talað við móður mína um smáatriði málsins því hugsanlega yrði hún kölluð til sem vitni. Ég gat ekki talað við vini mína því kannski yrði hringt í þá. Mér fannst ég vera algjörlega einangraður allan tímann.“

Sagði Allan sem finnst kerfið hafa brugðist honum.

Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagði að lögreglan væri meðvituð um að málareksturinn hefði kolfallið fyrir dómi og að nú væri verið að rannsaka kringumstæður málsins og af hverju harða disknum og innihaldi hans var haldið leyndu svo lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala