fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Móðir ákærð fyrir að myrða fimm börn sín, það elsta fætt 1993

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 ára gömul frönsk kona hefur verið ákærð fyrir að drepa fimm nýfædd börn hennar. Drápin áttu sér stað á árunum 1993 til 2005 og voru ráðgáta þar til tengsl við konuna, sem nefnd hefur verið Sylvie H., fundust nýverið með DNA rannsókn. Það er fréttamiðillinn Sud Ouest sem greinir frá þessu.

Árið 2003 fundust lík fjögurra nýfæddra barna í Galfingue skógi í austurhluta Frakklands, nálægt þýsku landamærunum, fyrir algera tilviljun. Ljóst var um systkini var að ræða og var það elsta búið að liggja þar í tíu ár. Tvö barnanna höfðu verið kyrkt með vír. Lögreglan lenti hins vegar á vegg í rannsókninni og enginn var grunaður um verknaðinn í mörg ár.

Í september árið 2016 brutust út slagsmál milli nágranna í borginni Mulhouse nálægt Galfingue skógi og þá fundust loksins tengsl við börnin í skóginum. 53 ára gömul kona, eiginmaður hennar og elsti sonur voru handtekin eftir slagsmálin og tekin úr þeim DNA sýni. Eftir langa rannsókn kom í ljós að konan, sem nefnd hefur verið Sylvie H., var móðir barnanna fjögurra og hafði drepið þau öll.

Sylvie var ákærð fyrir skemmstu og við húsleit á heimili hjónanna fannst fimmta barnið sem myrt var árið 2005. Konan hefur játað að hafa myrt börnin fimm og sagði jafnframt að þetta hafi verið börn sem hún vildi ekki eiga. Sylvie H. og maður hennar eiga nú þrjú uppkomin börn á aldrinum 18 til 32 ára.

Dominique Alzeari, saksóknari í málinu, segir að eiginmaður Sylvie og faðir barnanna fimm hafi ekki vitað af drápunum og hefði farið í mikið uppnám við að heyra af þeim. Önnur börn hjónanna vissu heldur ekki af þessu. Sylvie sagði engum að hún væri ófrísk og átti öll börnin einsömul á heimilinu. Verði Sylvie sakfelld fyrir barnsmorðin á hún lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga