Björt á leiðinni í meirapróf: Praktískt fyrir konur að keyra vörubíl

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Björt Ólafsdóttir, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður, sem féll af þingi núna í haust er þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkaðist út í kosningunum, er á leiðinni í meirapróf. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Björt.

Björt segir: „Mér finnst liggja beinast við að skrá mig í vörubílapróf þannig að ég dreif í því! Nei, ég meina, það er bara eitthvað svo sjálfsagt mál. Ég er úr sveit og það er prentað inn í mig að maður bara vinnur. Mér finnst ekkert verra að vinna á vinnuvél ef því er að skipta. Mig hefur lengi langað til að taka meiraprófið – það er alveg praktískt fyrir konur úr sveit að keyra vörubíl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.