fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ung kona fékk óhugnanleg skilaboð frá íslenskum ofbeldismanni: „Ég gæti notað manneskju sem þig“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 18. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega tvítug kona fékk óhugnanleg skilaboð frá karlmanni á fimmtugsaldri eftir að hún setti inn grín skilaboð á Facebook-hópinn „Kúrufélaga grúbban“. Maðurinn á að baki marga dóma meðal annars fyrir ofbeldi. Maðurinn segist vilja fá hana í leynilegt verkefni og því þurfi hann að „fá að prófa hana“.

Í skriflegu samtali við DV ber maður fyrir sig að þetta hafi verið ósmekklegt grín annars aðila, svokallað „facerape“, en maðurinn hætti að svara spurningum blaðamanns þegar honum var bent á að skilaboðin hafi átt sér stað yfir tvo mismunandi daga.

„Tekurðu anal?“

Unga konan setti inn færslu inn í fyrrnefndan hóp og spurði hvort einhver innan hópsins væri frímúrari. Maðurinn sendi henni þá einkaskilaboð, sagðist vera í Frímúrarareglunni og spurði hvað henni vantaði. Hún svaraði manninum og sagði strax að þetta hafi verið grín hjá henni, þó hún væri vissulega forvitin um samtökin. Þá skrifaði maðurinn: „Ég gæti notað manneskju sem þig við ýmis mál en þetta er algert leyndarmál. Þessi deild heyrir beint undir forsetann. Þú þyrftir samt að sanna þig með að hlýða skipunum sem ég gef þér.“

Konan spurði þá á móti hvernig skipunum. „Þetta er leyniþjónusta sem vinnur gegn hryðjuverkum og bara kynlífs þrælkun og notar algerlega nýjan órekjanlegan samskiptabúnað og það yrði þitt hlutverk að prófa þennan búnað en til þess þyrftirðu að vera tilbúin til þess að leggja ýmislegt á þig t.d. þú gætir þurft að nota kynlíf til þess að koma þér úr vandræðum eða til þess að fá upplýsingar en ég þyrfti að prufa að sofa hjá þér til þess að vera viss um að þú getir þetta en þú værir að bjarga litlum börnum frá því að lenda í að vera seld og nauðgað og gegn hryðjuverkamönnum sem svífast einskis. Hvenær get ég hitt þig til þess að taka af þér kynlífsprufu og tekurðu anal?,“ skrifaði maðurinn á móti.

Tíu sinnum dæmdur

Konan segir í samtali við DV að hún hafi ekki tekið þessu sem gríni. „Mér fannst þetta ekki vera grín, fannst eins og hann væri í alvöru að leita að einstakling sem er nógu fáfróður til að samþykkja þetta,“ segir hún. Skilaboðunum var deilt innan lokaðs hóps kvenna sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þar kváðu sér hljóðs konur sem sögðust hafa lent í manninum og að hann væri mjög hættulegur.

Maðurinn á baki langan sakaferil en hann hefur tíu sinnum verið dæmdur í sakamálum. Nýjustu málinu eru vegna ölvunaraksturs en rétt fyrir aldarmót var hann dæmdur fyrir líflátshótanir. Á þeim tíma var honum lýst í fjölmiðlum sem síbrotamanni, bílasvikara og ofbeldismanni.

Líkt og fyrr segir hafði DV samband við manninn og sagðist hann koma af fjöllum. „Þetta er face rape frá einhverjum sem er með mjög lélegan húmor. Ég hef enga hugmynd um hvaða vitleysa þetta er,“ svaraði maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi