fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ógnarstórt fíkniefnamál: Fjársvik og peningaþvætti – Þrír í gæsluvarðhaldi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2017 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm voru handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem teygir anga sína til nokkurra landa; Íslands, Hollands og Póllands.

Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á vef RÚV

Fundinn sátu, meðal annarra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóri Póllands. Sigríður sagði að málið snerti skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi.

Brotin sem lögregla hefur rannsakað varða meðal annars fíkniefnaframleiðslu og innflutning fíkniefna auk fjársvika og peningaþvættis. Kamil Bracha sagði að aðalmennirnir í málinu væru pólskir og þeir þekktir hjá pólskum lögregluyfirvöldum. Höfðu þeir áður hlotið dóma fyrir fíkniefnasmygl.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði á fundinum að rannsóknin snúi að innflutningi á amfetamínbasa. Úr honum hafi verið hægt að framleiða 50 til 80 kíló af amfetamíni. Þá hefði einnig verið um að ræða MDMA sem hægt hefði verið að framleiðla 26 þúsund töflur úr. Á fundinum kom fram að hinir handteknur hafi verið pólskir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, og að efnin hafi verið ætluð fyrir íslenskan markað.

Á fundinum varpaði Zoltan Nagy, fulltrúi Europol, ljósi á umfang fíkniefnamarkaðarins í Evrópu. Sagði hann að þetta skuggahagkerfi velti allt að 40 milljörðum evra á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala