fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kaldar jólakveðjur: „Skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 18. desember 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vildi lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar fyrir árið 2018 í stað þess að hækka hana upp í 189 þúsund krónur á mánuði. Frá þessu greinir Elín Oddný Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar í pistli í Fréttablaðinu. Vildu Sjálfstæðismenn lækka aðstoðina til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“.

Heldur Elín fram að yrði þetta að veruleika myndi fjárhagsaðstoð lækka í um 160 þúsund á mánuði eða um tæplega þrjátíu þúsund. Elín segir:

„Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar.“

Segir Elín að það sé hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og koma í veg fyrir að enginn líði skort.

„Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt,“ segir Elín og bætir við: „Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt