fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Jón Þór: „Þingmenn fengu 45% hækkun og flugvirkjar biðja um 20%“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. desember 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, beintengir kröfur flugvirkja við ákvörðun kjararáðs fyrir um það bil ári síðan. Sú ákvörðun, sem kom rétt eftir kosningar, hækkaði laun þingmanna og annarra opinberra embættismanna umtalsvert, olli miklum usla í samfélaginu og hefur verið kærð af VR.

Í bloggfærslu í gær, 17. desember, segir Jón: „Fyrir ári síðan fengu þingmenn 45% launahækkun. Þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp um að leiðrétta þá launahækkun í samræmi við lög eins og Davíð Oddsson gerði 1992 og Halldór Ásgrímsson 2006.“

Ástæðuna fyrir því að málið fékk ekki framgang segir hann vera svik Óla Bjarnar Kárasonar, formanns efnahags og viðskiptanefndar. Málið hafi verið svæft í nefndinni. „Ég krafðist þess á nefndarfundi að fá gesti til að geta rætt og afgreitt málið og Óli Björn lofaði því og sveik.“

Fundur þessi var haldinn 19. maí og bókunin rennir stoðum undir orð Jóns. Þar segir: „Óli Björn Kárason lagði fram eftirfarandi bókun: „Um leið og tök eru á verða gestir kallaðir fyrir nefndina í máli 189 um kjararáð og verður jafnframt litið til annarra þingmála sem bíða afgreiðslu nefndarinnar.““

Jón segir: „Nú kvartar hann yfir kröfu flugvirkja um 20% launahækkun. Já það er of brött launahækkun fyrir stöðugleika, en kannski að Óli Björn ætti að byrja á að leggja til að leiðrétta sína 45% launahækkun fyrst því hún ógnar stöðugleika, annað er hræsni. Hann má leggja fram frumvarp okkar Pírata.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“