fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heimsþekktur vísindamaður telur að áfengisdrykkja muni senn líða undir lok

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsþekktur prófessor, David Nutt, telur að ekki muni langur tími líða þar til Vesturlandabúar verða nær allir hættir að drekka áfengi. Þetta geti gerst á næstu áratugum. David þessi er breskur sérfræðingur um vímuefnamál og starfaði lengi að þeim málum fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld.

Nutt segir að breytingar séu að verða í vímuefnamálum; þannig séu rafsígarettur hægt og bítandi að taka við af hefðbundnu reyktóbaki og Nutt segir að það sama muni gerast varðandi áfengið.

Spáir hann því að áður en langt um líður muni nokkurs konar gerviáfengi, efni sem líkja á eftir áhrifum áfengis en er þróað og framleitt á rannsóknarstofu, ná undir sig markaðnum. Efnið muni ekki valda timburmönnum; höfuðverk og slappleika daginn eftir og af þeirri ástæðu verða vinsælla en hið dæmigerða áfengi.

„Eftir 10 til 20 ár held ég að íbúar á Vesturlöndum muni ekki drekka áfengi nema við mjög sérstök tilefni,“ segir hann við breska blaðið Independent og bætir við að áhrifin verði þau sömu og varðandi rafsígaretturnar. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mjög á undanförnum árum enda þykja þær heilbrigðari kostur en tóbakið og öll aukaefnin sem því fylgja. „Tóbak og sígarettur munu hverfa alveg,“ segir hann.

Í umfjöllun Independent er þess getið að áfengi; áfengistengdir sjúkdómar og veikindi þar á meðal, kosti bresk heilbrigðisyfirvöld 3,5 milljarða punda á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“