fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Afskaplega niðrandi að þurfa að reiða sig á náðir annarra til að geta veitt börnunum sínum það sem þau eiga skilið“

Þúsundir Íslendinga eiga ekki fyrir jólahátíðinni – Lýsa skömm og niðurlægingu vegna aðstæðna sinna en einnig þakklæti fyrir gjafmildi og náungakærleika Íslendinga

Auður Ösp
Mánudaginn 18. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alveg til í að gera lítið úr mér fyrir börnin mín, ég er til í að gera það sem þarf svo þau geti upplifað góð jól. Þetta er þeirra hátíð,“ segir Kristín Hall semer öryrki vegna MS-sjúkdóms og flogaveiki og býr í leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu ásamt þremur börnum á aldrinum tveggja til þrettán ára. Sökum sjúkdómsins á hún oft erfitt með að sinna yngstu dóttur sinni sem einnig hefur glímt við mikil veikindi. Fjölskylda hennar er búsett erlendis og getur Kristín því takmarkað leitað til hennar eftir hjálp. Barnsfaðir Kristínar hefur að hennar sögn reynst henni afskaplega vel en hefur sjálfur þurft að taka á sig vinnu og tekjuskerðingu til að geta verið til staðar fyrir hana og börnin. Fjölskyldan flutti heim í vor eftir nokkurra mánaða búsetu í Þýskalandi og hefur undanfarna mánuði barist í bökkum við að koma upp nýju heimili.

Fjöldi íslenskra fjölskyldna hefur ekki efni á að halda heilög jól nú í ár. Stór hluti hópsins eru mæður á örorkubótum sem sjá ekki aðra lausn en að leita á náðir hjálparstofnana eða Facebook fyrir hátíðarnar. Þær lýsa skömm og niðurlægingu vegna aðstæðna sinna en einnig þakklæti fyrir gjafmildi og náungakærleika Íslendinga sem virðist vera allsráðandi í desember. DV ræddi við nokkrar þessara kvenna en allar eiga þær það sameiginlegt að vilja gera hvað sem er til þess að börn þeirra þurfi ekki að líða skort á jólunum.

Kristín Hall er ein af þeim sem rætt er við í tengslum við úttekt DV en hér má lesa brot úr viðtalinu:

„Ég þyki of tekjuhá sem öryrki þannig að ég fæ ekki styrki eða aðstoð en samt fæ ég ekki vilyrði í banka. Ég ætlaði að sækja um styrk hjá Fjölskylduhjálp núna í desember en fór í MS-kast og eyddi degi í rannsóknum og á meðan rann umsóknarfresturinn út.“

Kristín Hall.
Kristín Hall.

Kristín hefur því einkum reitt sig á aðstoð einstaklinga í gegnum hjálparsíður á Facebook og hefur til að mynda þannig náð að halda afmæli fyrir börnin sín. Vinnufélagi barnsföður hennar tók sig til að mynda til og leigði sumarbústað fyrir fjölskylduna þar sem þau munu dvelja yfir jól og áramót. Þökk sé hjálpsemi og samúð annarra þá sér Kristín fram á að geta haldið jól í ár. Öðruvísi gæti hún ekki haldið jól með fjölskyldu sinni.

„Ég er bara orðlaus af þakklæti. Án þeirra væri þetta ekki hægt.“

Mynd: Sviðsett mynd/DV

Kristín var ein þeirra sem komu að stofnun Facebook-síðunnar Jólakraftaverk fyrir nokkrum misserum og átti þá þátt í því að styðja við bakið á öðrum með matargjöfum og styrkjum. Hún trúir því að hún sé að fá það til baka núna.

„Fyrr í haust fékk ég lambaskrokk á ódýru verði frá vinkonu minni og hugsaði þá með mér að það væru svo margir í sömu stöðu og ég og myndu glaðir vilja fá lambalæri og hrygg um jólin. Þannig að ég gaf nokkrum öðrum af skrokknum og tveimur dögum seinna fékk ég gefins þessa sumarbústaðarferð. Svona virkar karma. Íslendingar geta verið svo kærleiksríkir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“