Verkfall flugvirkja skollið á – truflanir á flugáætlun

Samningamenn flugvirkja og Icelandair funduðu til klukkan hálfþrjú í nótt. Þá taldi ríkissáttasemjari að of mikið bæri í milli til að halda viðræðum áfram og tók verkfall flugvirkja gildi klukkan sex í morgun.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Samkvæmt fréttinni höfðu flugvirkjar þá lagt fram tilboð en ekki fengið svör við því.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar. Að sögn flugvirkja er boltinn hjá Icelandair – að óska eftir fundi og svara þeirra síðasta tilboði.

Flugi hefur ýmist seinkað eða það fellt niður vegna verkfallsins. Nánari upplýsingar um flugferðir er að finna á vef Keflavíkurflugvallar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.