fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fréttir

Minningarathöfn um Klevis Sula í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. desember 2017 11:00

Minningarathöfn um Albanann Klevis Sula verður haldin við Reykjavíkurtjörn í dag. Klevis var tvítugur að aldri og hafði búið á Íslandi í um mánuð. Hann kom hingað til að leita sér að vinnu og til að búa sér og fjölskyldu sinni betra líf, eftir því sem ónefndur vinur hans segir.

Laugardaginn 2. desember urðu Klevis og albanskur vinur hans fyrir líkamsárás á Austurvelli er íslenskur maður lagði til þeirra með hnífi. Klevis lést af sárum sínum á sjúkdrahúsi föstudaginn 8. desember. Íslendingurinn situr í gæsluvarðhaldi.

Fjölskylda Klevis Sula kom hingað til lands í síðustu viku og flutti líkamsleifar hans til Albaníu. Fjársöfnun var haldin til að styrkja fjölskylduna fjárhagslega og náði söfnunin markmiði sínu, þ.e. að standa straum af kostnaði við flutning á jarðneskum leifum Klevis Sula til heimalandsins.

Sem fyrr segir verður minningarathöfn um Klevis Sula haldin við Reykjavíkurtjörn í dag og hefst hún kl.17. Kveikt verður á kertum minningu Klevis Sula. Sjá nánar um athöfnina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu
Fréttir
Í gær

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við