Fréttir

Minningarathöfn um Klevis Sula í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. desember 2017 11:00

Minningarathöfn um Albanann Klevis Sula verður haldin við Reykjavíkurtjörn í dag. Klevis var tvítugur að aldri og hafði búið á Íslandi í um mánuð. Hann kom hingað til að leita sér að vinnu og til að búa sér og fjölskyldu sinni betra líf, eftir því sem ónefndur vinur hans segir.

Laugardaginn 2. desember urðu Klevis og albanskur vinur hans fyrir líkamsárás á Austurvelli er íslenskur maður lagði til þeirra með hnífi. Klevis lést af sárum sínum á sjúkdrahúsi föstudaginn 8. desember. Íslendingurinn situr í gæsluvarðhaldi.

Fjölskylda Klevis Sula kom hingað til lands í síðustu viku og flutti líkamsleifar hans til Albaníu. Fjársöfnun var haldin til að styrkja fjölskylduna fjárhagslega og náði söfnunin markmiði sínu, þ.e. að standa straum af kostnaði við flutning á jarðneskum leifum Klevis Sula til heimalandsins.

Sem fyrr segir verður minningarathöfn um Klevis Sula haldin við Reykjavíkurtjörn í dag og hefst hún kl.17. Kveikt verður á kertum minningu Klevis Sula. Sjá nánar um athöfnina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja