Braust inn í hús og gæddi sér á afgöngum kvöldsins

Maður var handtekinn í hverfi 108 klukkan þrjú í nótt grunaður um húsbrot. Húsráðandi vaknaði við læti í eldhúsi og fór að athuga málið. Þegar húsráðandi kom fram í eldhús sat þar maður og gæddi sér á afgöngum kvöldsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að klukkan tíu í gærkvöld var lögreglan kölluð að veitingastað í hverfi 105 vegna þess að viðskiptavinur þar neitaði að greiða fyrir matinn. Ekki fylgir sögunni hvernig málinu lauk.

Um miðnætti í nótt var tilkynnt að tveir unglingar haldi þeim þriðja, en sá hafði verið að reyna að stökkva fyrir bifreiðar á Vesturlandsvegi við Álafosskvos. Lögreglan kom til hjálpar.

Allmörg tilvik um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna áttu sér stað í gærkvöld og nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.