fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Krafa um afsögn

Fréttir

Listamaður kom að skemmdarvargi: „Ég elti hann í tvo daga með tréstaf og reyndi að reka hann út“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. desember 2017 16:20

Dieter M. Weidenbach, 72 ára myndlistarmaður frá borginni Thüringen í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar hann kom inn á vinnustofu sína, föstudagsmorguninn 8. desember. Allt var á rúi og stúi og miklar skemmdir höfðu verið unnar á verkum hans. Sökudólgurinn var hins vegar ekki manneskja heldur þvottabjörn.

Bild greinir frá þessu.

„Þetta var eins og að stíga inn á vígvöll“ segir Weidenbach. Málning var út um allt og miklar skemmdir unnar á listaverkum hans. Fyrst hélt hann að um innbrot væri að ræða en sá fljótt að hvorki lásar né gluggar væru brotnir. Þá sá hann að mörg verkanna voru klóruð.

Weidenbach skildi lítið í þessu og byrjaði að taka til á vinnustofunni. Hann sá þá að engum listaverkum hafði verið stolið heldur aðeins skemmd. Þegar honum var litið til lofts sá hann sökudólginn sitja þar á bjálka, það er þvottabjörn sem hafði komist inn um gat á loftinu.

„Hann horfði rólegur á mig með sætu augunum sínum. Hann hafði fallegan mjög fallegan feld en ég var samt svo reiður“ segir Weidenbach. Þvottabjörninn hafði skemmt fjörutíu listaverk og önnur vinnutól, ramma og striga. Heildarskaðinn er fimm þúsund evrur (600 þúsund krónur).

Ævintýrinu lauk þó ekki þar því að Weidenbach gat ekki handsamað þvottabjörninn. „Ég elti hann í tvo daga með tréstaf og reyndi að reka hann út. En ódámurinn varði nýja svæðið sitt. Að lokum gafst ég upp og hringdi á slökkviliðið.“ Hjá slökkviliði Thüringen var honum sagt að tala við veiðimann sem hann og gerði. En þvottabjörninn hafði vit á því að flýja vinnustofuna áður en veiðimaðurinn mætti á svæðið.

Saklaus af þessum verknaði
Þvottabjörn Saklaus af þessum verknaði

Mynd: Mynd: Photos.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu
Fréttir
Í gær

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við