Fréttir

Listamaður kom að skemmdarvargi: „Ég elti hann í tvo daga með tréstaf og reyndi að reka hann út“

Kristinn H. Guðnason skrifar
Friday, December 15, 2017 16:20

Dieter M. Weidenbach, 72 ára myndlistarmaður frá borginni Thüringen í Þýskalandi brá heldur betur í brún þegar hann kom inn á vinnustofu sína, föstudagsmorguninn 8. desember. Allt var á rúi og stúi og miklar skemmdir höfðu verið unnar á verkum hans. Sökudólgurinn var hins vegar ekki manneskja heldur þvottabjörn.

Bild greinir frá þessu.

„Þetta var eins og að stíga inn á vígvöll“ segir Weidenbach. Málning var út um allt og miklar skemmdir unnar á listaverkum hans. Fyrst hélt hann að um innbrot væri að ræða en sá fljótt að hvorki lásar né gluggar væru brotnir. Þá sá hann að mörg verkanna voru klóruð.

Weidenbach skildi lítið í þessu og byrjaði að taka til á vinnustofunni. Hann sá þá að engum listaverkum hafði verið stolið heldur aðeins skemmd. Þegar honum var litið til lofts sá hann sökudólginn sitja þar á bjálka, það er þvottabjörn sem hafði komist inn um gat á loftinu.

„Hann horfði rólegur á mig með sætu augunum sínum. Hann hafði fallegan mjög fallegan feld en ég var samt svo reiður“ segir Weidenbach. Þvottabjörninn hafði skemmt fjörutíu listaverk og önnur vinnutól, ramma og striga. Heildarskaðinn er fimm þúsund evrur (600 þúsund krónur).

Ævintýrinu lauk þó ekki þar því að Weidenbach gat ekki handsamað þvottabjörninn. „Ég elti hann í tvo daga með tréstaf og reyndi að reka hann út. En ódámurinn varði nýja svæðið sitt. Að lokum gafst ég upp og hringdi á slökkviliðið.“ Hjá slökkviliði Thüringen var honum sagt að tala við veiðimann sem hann og gerði. En þvottabjörninn hafði vit á því að flýja vinnustofuna áður en veiðimaðurinn mætti á svæðið.

Saklaus af þessum verknaði
Þvottabjörn Saklaus af þessum verknaði

Mynd: Mynd: Photos.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
í gær
Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Fréttir
í gær
Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Fréttir
í gær
Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Hrósið fær Sigríður Andersen

Fréttir
í gær
Hrósið fær Sigríður Andersen

Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

FréttirMenning
í gær
Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

í gær
Bölvun á Þorlákshöfn

Að skjóta sig í fótinn

Mest lesið

Ekki missa af