Íslendingur handtekinn í Buenos Aires fyrir meint afbrot nafna síns

Einu tveir sem heita þessu nafni og voru báðir í tygjum við argentínskar konur - „Ótrúleg tilviljun“

Íslendingurinn þurfti að dúsa í varðhaldi í sex klukkutíma við komuna til höfuðborgarinnar og mæta fyrir dómara nokkrum dögum síðar fyrir meintar sakir nafna síns.
Frá Buenos Aires Íslendingurinn þurfti að dúsa í varðhaldi í sex klukkutíma við komuna til höfuðborgarinnar og mæta fyrir dómara nokkrum dögum síðar fyrir meintar sakir nafna síns.

Á dögunum var íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn við komu sína til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Maðurinn var í fylgd með þarlendri eiginkonu sinni og kom handtakan honum gjörsamlega í opna skjöldu. Síðar kom í ljós að maðurinn var handtekinn vegna meintra misgjörða íslensks nafna síns gegn argentínskri kærustu sinni. Þeir eru einu mennirnir sem bera þetta tiltekna nafn á Íslandi. „Þetta var ótrúleg tilviljun,“ segir maðurinn, sem lýsir þrautagöngu sinni í viðtali við DV. Rétt er að geta þess að viðmælandinn kemur ekki fram undir réttu nafni enda eru þeir aðeins tveir, nafnarnir. „Þetta eru ekki algeng nöfn, það er ekki eins og ég heiti Jón Jónsson,“ segir maðurinn, sem við skulum kalla Áka.

Kynntust á netinu

Áki og argentínsk eiginkona hans ákváðu að verja sumarfríi sínu í að heimsækja fjölskyldu hennar í Buenos Aires og ferðast aðeins um Suður-Ameríku. Alls átti ferðalagið að taka rúman mánuð. Þetta var í annað skiptið sem Áki hafði heimsótt argentínsku höfuðborgina. „Við kynntumst í gegnum netið og spjölluðum mikið saman. Síðan ákvað ég að heimsækja hana til Buenos Aires fyrir rúmu ári síðan og dvaldi þar í sex daga. Við héldum áfram góðu sambandi eftir að ég kom heim og hún endurgalt heimsóknina stuttu síðar. Í framhaldinu giftum við okkur og búum núna saman á Íslandi,“ segir Áki.

Öryggisvörður beið við landganginn

Ferðalagið frá Íslandi til Argentínu er bæði langt og strangt. „Við vorum búin að ferðast í rúmlega sólarhring og vorum því afar þreytt þegar flugvélin loks lenti,“ segir Áki. Hann gekk inn landganginn frá flugvélinni en kom þá skyndilega auga á öryggisvörð sem mændi á hann með einhverja pappíra í hendinni. „Hann gengur síðan í veg fyrir mig og biður mig um að koma afsíðis með sér,“ segir Áki. Hann var eðlilega mjög undrandi og eiginlega hálfskelkaður. „Ég fór strax að hugsa um hvað í ósköpunum væri í gangi, hvað ég gæti hafa gert af mér. Datt helst í hug að ég hefði gleymt að borga mini-barinn í síðustu ferð til Buenos Aires,“ segir Áki og brosir.

Lesa má nánar um lygilega atburðarásina í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.