fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Birgitta hættir á Pírataspjallinu: „Ætla að hætta afskiptum af pólitík …“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. desember 2017 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi þingmaður Pírata kveðst hætt afskiptum af pólitík í bili. Þá hefur hún dregið sig út úr öllum grúppum á Facebook þar sem umræða um samfélagsmál fer fram, þar á meðal Pírataspjallinu. Birgitta einbeitir sér nú að bókaskriftum og er að taka saman bók um móður sína, Bergþóru Árnadóttur.

„Kæru félagar. Ég ætla að hætta afskiptum af pólitík í bili. Gangi ykkur allt í haginn. Ekki verða eins og allir hinir,“ segir Birgitta. „Ég ætla því að fjarlægja mig úr öllum þessum grúppum en ef fólk hefur áhuga á að eiga í samskiptum við mig, þá er ég í símaskránni.“

Þá beinir Birgitta skilaboðum til fjölmiðlamanna og tekur fram að hún muni neita að vera álitsgjafi hvað varðar stjórnmál.

„Helstu ástæður þess eru eftirfarandi: Mér finnst ég ekki hafa neitt málefnalegt fram að færa,“ segir Birgitta og bætir við:

„Fyrst og fremst er ég að kafa í fortíðina fyrir bókina um Bergþóru Árnadóttur, mína mögnuðu mömmu sem hvarf af þessari jörð allt of snemma. Er með rosalegt deadline og verð að halda fókus sem er ekkert auðvelt fyrir fólk með athyglisbrest.“

Stefnir Birgitta á að mæta fersk á sviðið á nýju ári og láta þá sitt pólitíska ljós skína.

„Verum góð við hvert annað á þessum árstíma sem er þungur fyrir marga og kannski helst fyrir þá með fallegustu grímurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“