fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Krafa um afsögn

Fréttir

Baby Born dúkkur fullar af myglusveppi – „Ég myndi ekki einu sinni gefa hundinum mínum þessa dúkku”

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. desember 2017 07:59

Þegar horft er á Baby Born dúkkur virðast þær ósköp saklausar og góð leikföng en þegar þær eru skoðaðar að innanverðu er staðan ekki góð þegar þær eru skoðaðar að innan. Baby Born dúkkurnar geta borðað, það er hægt að baða þær, þær geta drukkið og pissað. 22 milljónir slíkra dúkka hafa verið seldar á heimsvísu en sérfræðingar vara foreldra við dúkkunum.

Inni í dúkkunum eru plastslöngur sem gegna hlutverki einhverskonar þarma og tengja munninn við op á milli fóta dúkkunnar þannig að hún pissar þegar henni er gefið að drekka. En ólíkt þarmakerfi okkar mannanna þá hreinsar slangan sig ekki og það getur haft alvarlegar afleiðingar.

TV2 skýrir frá þessu. Í rannsókn sem TV2 lét gera kom fram að í átta mánaða gamalli Baby Born dúkkur var myglusveppur í stóru slöngunni inni í dúkkunni og opunum við munn og milli fótanna.

Haft er eftir Elisabeth Morsing, stjórnanda hjá Teknologisk Institu, að niðurstaðan komi ekki á óvart. Lífræn efni séu í vatni og þau séu gróðrarstía fyrir myglusveppinn, ekki sé hægt að ná öllu vatninu úr dúkkunum og því séu góð vaxtarskilyrði fyrir myglusvepp inni í þeim.

Svona leit slangan inni í dúkkunni út, þakin myglusvepp.
Svona leit slangan inni í dúkkunni út, þakin myglusvepp.

Mynd: Skjáskot af vef TV2

Birgitte Andersen, lektor við DTU, sagði að ekki væru eiturefni í myglusveppnum sem fannst í dúkkunni sem var rannsökuð en þessi tegund gæti valið ofnæmi.

Samkvæmt leiðbeiningunum með dúkkunum á að þrífa þær eftir notkun til að koma í veg fyrir að myglusveppur hreiðri um sig. Hella á flösku af heitu vatni og mildum uppþvottalegi inn í munn dúkkunnar. Þegar flaskan er tóm á að hrista dúkkuna til að ná afgangnum út. Því næst á að láta dúkkuna sitja og þrýsta á nafla hennar þangað til allt er komið út. Þetta á að endurtaka mörgum sinnum. Að lokum á að skola tvisvar með vatni.

Bæði Morsing og Andersen sögðu að það væri ómögulegt að ná öllu vatni úr dúkkunum, jafnvel þótt leiðbeiningunum sé fylgt. Ekki þarf nema nokkra vatnsdropa til að myglusveppur nái að myndast.

„Ég myndi ekki einu sinni gefa hundinum mínum þessa dúkku.“

Sagði Andersen hreinskilin.

TV2 hafði samband við Zapf Creation AG, sem framleiðir Baby Born, og kynnti fyrirtækinu niðurstöðuna. Talsmaður fyrirtækisins sagði að það tæki niðurstöðurnar mjög alvarlega en telji ekki nauðsynlegt að breyta dúkkunum en muni breyta leiðbeiningunum með dúkkunum til að vekja betur athygli fólks á að hætta sé á sveppamyndun ef dúkkurnar eru ekki þrifnar nægilega vel eftir hverja notkun.

Í framhaldi af rannsókn TV2 hefur danska öryggismálastofnunin tekið Baby Born dúkkunar til skoðunar en stofnunin getur bannað sölu þeirra ef þær þykja ógna öryggi eða heilsu neytenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu

Hópslagsmál brutust út í sumarbústaðahverfi – Réðust á lögreglu
Fréttir
Í gær

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð

Þórarinn er alkóhólisti og gefur þingmönnunum á Klaustri góð ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við