fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

35 prósent verðmunur á jólamat milli búða

Bónus ódýrast en Hagkaup dýrast – Mesta vöruúrval í Fjarðarkaupum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2017 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendur geta haft talsvert upp úr því að versla jólamatinn þar sem hann er ódýrastur en samkvæmt verðkönnun ASÍ er um 35 prósent verðmunur á jólamat milli verslana.

Könnunin var framkvæmd 13. desember síðastliðinn. Bónus er oftast með lægsta verðið eða í 54 prósent tilfella. Næst eftir kemur Krónan sem er með lægsta verðið í 15 prósent tilfella. Hagakaup er í flestum tilfellum með hæsta verðið, eða í 36 prósent tilfella. Næst á eftir kemur Iceland sem er með hæsta verðið í 29 prósent tilfella.

Mesti verðmunur á grænmeti og ávöxtum

„Grænmeti og ávextir er sá vöruflokkur sem er með mesta verðmuninn en meðalverðmunurinn milli búða er 52 prósent. Þar er verðmunur á hindberjum mestur eða 94 prósent en dýrasta kílóverðið var 5327 kr. hjá Hagkaup en ódýrasta hjá Costco eða 2144 kr. Mikill verðmunur er á rauðrófum milli búða en rauðrófurnar eru ódýrastar hjá Bónus á 89 kr. kílóið en dýrastar hjá Víði á 148 kr. kílóið. Svipað er uppi á teningnum með rauðkálshausa en þar er verðmunurinn ívið meiri eða 59 prósent en ódýrast er að versla rauðkálshausa í Hagkaup (199 kr. kílóið) en dýrast er það hjá Fjarðarkaupum og Víði (398 kr. kílóið),“

kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Mikill munur á kjöti og konfekti

Mesti verðmunurinn af kjötvörum var á hálfum Íslands lambahrygg með beini, en hann er 40 prósent ódýrari í Víði en í Hagkaup. Hann er á 1885 krónur hjá Víði en 2799 hjá Hagkaup.

Einnig var mikill verðmunur á SS birkireyktu úrbeinuðu hangikjöti. Bónus var með lægsta verðið en Kjörbúðin var með hæsta.

„Töluverður munur er á konfekti og sælgæti milli búða en 1kg kassi af Lindu konfekti er 41% ódýrari hjá Bónus en hann er hjá Iceland eða á 1898 kr. í stað 2999 kr. Einnig er mikill munur Machintosh Quality Street dósum, 1,2 kg og 2 kg eða 33% en í báðum tilfellum er Bónus með lægsta verðið en Hagkaup hæsta.“

Mikill munur er á súkkulaðibitakökum frá Kexsmiðjunni. Bónus er með lægsta verðið, eða 598 krónur, en Fjarðarkaup hæsta verðið, eða 918 krónur. Hagkaup er með hæsta verðið á öðrum smákökum frá Kexsmiðjunni en þar munar 38 og 39 prósent.

Fjarðarkaup með besta vöruúrvalið

„Fjarðarkaup trónir á toppnum með mesta vöruúrvalið en þar mátti finna 89 af 90 vörum sem skoðaðar voru en Hagkaup fylgir fast á eftir með 87 vörur af 90. Costco var með minnsta úrvalið eða einungis 7 vörur en næstminnsta úrvalið mátti finna hjá Víði eða 50 vörur af 90. Taka skal fram að vörurnar sem könnunin nær til eru oftar en ekki íslenskar og markaðssettar sérstaklega fyrir jólin hér á landi og er úrvalið í sumum búðum til marks um það.“

Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru Bónus Holtagörðum, Nettó Granda, Krónan Hafnarfirði, Hagkaup Garðabæ, Iceland Vesturbergi, Fjarðarkaup, Víðir Garðabæ, Costco og Kjörbúðin Neskaupstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi