fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þarf að greiða 100 þúsund í sekt vegna athugasemdar við frétt DV: Kallaði samkynhneigð „kynvillu“

Úthúðaði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir að samþykkja hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins – Hæstiréttur taldi ummælin „alvarleg“ og „gróflega meiðandi“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 14. desember 2017 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur dæmt Sveinbjörn Styrmi Gunnarson til þess að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna hatursorðræðu. Var Sveinbjörn sakfelldur vegna ummæla sem hann lét falla við frétt á DV.is í apríl 2015 en í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Sveinbjörn hafði áður verið sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Reykjaness en meðal annars kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að orð hans hafi verið í senn „alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull.

Þann 15.apríl 2015 greindi DV.is frá því að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefði á fundi sínum fyrr um daginn samþykkt tillögu Samfylkingarinnar um að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Í tillögunni fólst að Hafnarfjarðarbær myndi leitast við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla yrði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.

Aðfaranótt fimmtudagsins 16. apríl 2015 skrifaði og birti Sveinbjörn Styrmir eftirfarandi ummæli við frétt DV:

„Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð (sic) vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugum hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“

Í kjölfarið kærðu Samtökin 78 Sveinbjörn Styrmi til lögreglu vegna ummælanna. Fram kom í ákæru um ummælin hans hefðu falið í sér „ ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“

Aðspurður fyrir héraðsdómi kvaðst Sveinbjörn Styrmir „svo sem eiginlega ekki neitt“ hafa vitað um hina fyrirhuguðu hinsegin fræðslu þegar hann setti ummæli sín fram. Sagðist hann hafa reiðst vegna þessara tíðinda og vísaði í því sambandi til þess að 10 ára sonur hans hefði verið í skóla í Hafnarfirði á þessum tíma og hefði ákærða fundist drengurinn allt of ungur fyrir „eitthvað svona“. Tók hann fram að þetta hefði verið „alger vitleysa“ af sinni hálfu og sagði það alls ekki hafa verið ásetning sinn að særa einhvern eða meiða með ummælum sínum. Þetta hefði verið „bara svona reiði vitleysa sko“. Þá sagðist hann heldur ekki hafa rennt í grun á þeirri stundu sem hann ritaði ummælin að hann gæti sært einhvern eða meitt með þeim. Svo langt hefði ákærði ekki hugsað.

Mat héraðsdómur það svo að ekki hafi verið um alhæfingu að ræða af hans Sveinbjörns, sem haft hafi að markmiði að hæða, rægja eða smána hinsegin fólk, heldur hefði hann fyrst og síðast verið að lýsa skoðun sinni á samþykkt bæjarstjórnarinnar. Hann var því sýknaður af ákærunni í héraðsdómi.

Orðin talin fordómafull og meiðandi

Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að við mat á sakargiftum á hendur Sveinbirni verði að taka tillit til þess að honum er tryggður réttur samkvæmt lögum til að láta í ljós hugsanir sínar,. Þó er einnig hægt með lögum uað setja tjáningarfrelsi skorður,meðal annars vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þá kemur fram að löggjafanum sé ekki aðeins skylt að haha lögum á þann hátt að tjáningarfrelsi manna sé ekki skert umfram heimildir. Heldur ber honum einnig skylda að tryggja einkalífi manna friðhelgi með lögum og stuðla að vernd þeirra sem hætt er við að sæti aðkasti eða andúð vegna aðstæðna sinna eða sérkenna.

Þá kemur fram í úrskurðinum kemur fram að til þess að teljast refsiverð þurfi tjáning að fela í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja mætti hana til hatursorðræðu í garð þess sem henni væri beint að. Taldi Hæstiréttur sýnt að með ummælum sínum hefði Sveinbjörn lýst skoðun sinni á hvað fælist í því að gera samkynhneigð einhver skil í kynfræðslu og meðal annars vísað til samkynhneigðar sem „kynvillu.“

Vísaði Hæstiréttur meðal annars til þess að þótt Sveinbjörn hefði látið ummælin falla í viðamikilli almennri umræðu, þar sem orðræðan hefði ekki alltaf einkennst af yfirvegun eða hófsemd, hefðu orð hans verið í senn alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat