fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjólreiðastígar saltaðir en aðrir sandaðir: „Við teljum að sandaðir stígar séu hálkuvarðir“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá neinum á höfuðborgarsvæðinu hversu flughált hefur verið í kjölfar snöggra hitabreytinga. Í slíkri veðráttu er færð á göngustígum afar mikilvæg, sérstaklega í Laugarneshverfi þar sem veðurfarsbreytingar eru oft ýktari en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin við Suðurlandsbraut og má sjá augljósan mun ísingar á hjólreiðastíg annars vegar og göngustígs hins vegar.

Björn Ingvarsson hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar staðfestir við DV að stígar sem eingöngu eru ætlaðir hjólreiðafólki séu saltaðir en göngustígar og blandaðir stígar sandaðir. Hvers vegna er það? „Stígar í Reykjavík hafa ekki verið saltaðir fram að þessu en við erum að gera tilraun með söltun á hjólreiðastígum.“ Hann segir jafn framt að á þessari mynd mætist hjólreiðastígur og göngustígur á smá kafla. Yfirleitt þegar hjólreiða og göngustígar eru samhliða eru þeir báðir sandaðir.

Er það stefna borgarinnar að salta aðeins hjólastíga en sleppa göngustígum? „Nei, það er í sjálfu sér engin stefna. Við teljum að það hafi komið fram vilji hjá hjólreiðamönnum að prófa söltun hjólastíga og bregðumst við því.“

Í gær, miðvikudaginn 13. desember, kom það fram á vef mbl.is að á þriðja hundrað manns hafi þurft að leita á bráðamóttöku Landspítalans á aðeins einum og hálfum degi vegna hálkuslysa. Margt fólk beinbrotnaði, annað hvort á úlnlið eða ökkla, og nokkrir þurftu að fara í aðgerð vegna þessa.

Er ekki eðlilegt að göngustígar séu saltaðir eins og hjólreiðastígarnir í ljósi þessa fjölda slysa? „Ekki er vitað hve margir séu að slasast á göngu- og hjólaleiðum eða á plönum eða innan lóðamarka. Við teljum að sandaðir stígar séu hálkuvarðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis