fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

35 ára kona grunuð um að hafa tappað blóði af syni sínum í sex ár – Drengurinn þjáðist af miklum blóðskorti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í ágúst 2011 þar til í september á þessu fór lítill drengur í ótal rannsóknir og skoðanir hjá læknum þar sem reynt var að komast að af hverju hann þjáðist af svo miklum blóðskorti. í september var móðir hans handtekin vegna málsins og hefur hún setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hún er grunuð um að hafa valdið þessum sjúkdómseinkennum hjá drengnum með því að tappa blóði af honum.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Þar segir að síðan móðir drengsins var handtekinn hafi heilsufar hans batnað mikið. Mæðginin eiga heim í Skjern á Jótlandi.

Á árunum sex fékk drengurinn 110 skammta af blóði til að vega á móti þeim blóðskorti sem hann þjáðist óumdeilanlega af. Lögreglan komst á snoðir um málið þegar félagsmálayfirvöld tilkynntu að drengurinn sætti hugsanlega ofbeldi á heimili sínu.

Þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir henni var tekin fyrir hjá dómara viðurkenndi hún að hafa tappað blóði af drengnum í öll þessi ár. Í málsgögnum kemur ekki fram hvort eða þá hvað konan sagði um ástæðuna fyrir verknaðinum. Ekki er talið útilokað að konan þjáist af Münchausen by proxy heilkenni en það hefur í för með sér að fullorðinn hermir eftir eða býr til sjúkdómseinkenni hjá barni til að ná ákveðnum sálfræðilegum ávinningi fyrir sjálfan sig.

Konan hefur sætt geðrannsókn og er nú beðið eftir niðurstöðu hennar en hennar er að vænta í upphafi næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala