fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Trúðu vart eigin augum þegar þeir sáu hvað var í mælaborði bílsins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að óvenjulegt atvik hafi átt sér stað á dögunum þegar tollverðir stöðvuðu bifreið sem var á leið til Spánar frá Marokkó. Bifreiðin sem um ræðir stöðvuð við Beni-Ensar-landamærastöðina í Marokkó en þaðan er hægt að fara með ferju yfir til Spánar.

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var búið að koma ungum dreng fyrir í mælaborði bifreiðarinnar, en pilturinn sem um ræðir er tólf ára og frá borginni Conakry í Gíneu. Bílstjóri bifreiðarinnar, 65 ára Marokkói, var handtekinn vegna gruns um smygl á fólki.

Að því er El País greinir frá notaði tollgæslan sérstakan búnað sem nam hjartslátt drengsins. Ljóst má vera að illa hefði getað farið því súrefni var af skornum skammti og var drengurinn hætt kominn af þeim sökum. Sjúkraflutningamenn hlúðu að drengnum og er hann við þokkalega heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“