fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Telja hugsanlegt að vindlingslaga loftsteinninn sé ekki loftsteinn – Er hann hugsanlega geimskip vitsmunavera úr öðru sólkerfi?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skýrðu margir fjölmiðlar frá því að um 400 metrar langur og frekar mjór loftsteinn, sem var nefndur Oumuamua, hefði komið inn í sólkerfið okkar úr öðru sólkerfi. Þetta var í fyrsta sinn sem stjörnufræðingar sáu loftstein úr öðru sólkerfi í okkar eigin. En nú hafa tvær grímur runnið á suma og telja þeir fulla ástæðu til að rannsaka hvort Oumuamua sé í raun stórt geimskip vitsmunavera úr öðru sólkerfi.

Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um Oumuamua síðan í nóvember.

Vísindamenn hjá Breakthrough Listen telja að hugsanlega sé Oumuamua ekki loftsteinn heldur geimskip byggt af vitsmunaverum. Þeir telja þó ekki miklar líkur á þessu en telja samt sem áður að þær séu fyrir hendi. Þeir ætla því að rannsaka Oumuamua betur til að sannreyna þetta.

Öflugum geimsjónauka verður nú beint að Oumuamua til að kanna hvort einhver merki sjáist um að hann sendi einhver merki frá sér eða hvort hér sé bara um hefðbundinn loftstein að ræða sem er á löngu ferðalagi um óravíddir geimsins.

Avi Loeb, stjarneðlisfræðingur við Harvard háskólann, sagði í samtali við Scientific American að hann telji litlar líkur á að Oumuamua sé geimskip en ekki loftsteinn en ekki sé hægt að útiloka það. Hann sagði að hugsanlega séu vitsmunaverur á ferð um óravíddir alheimsins á stóru móðurskipi þaðan sem þær sendi minni geimför inn í sólkerfi til að kanna þau betur. Ef svo sé þá sé hugsanlegt að við getum numið fjarskipti á milli móðurskipsins og könnunarfarsins. Það er einmitt það sem á að rannsaka, hvort einhver fjarskipti eigi sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat