fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður Google fannst látinn: Lögregla engu nær um hvað kom fyrir

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum rannsakar nú andlát 23 ára konu, Chuchu Ma, sem fannst í San Francisco-flóa í síðustu viku. Cuchu var hugúnaðarsérfræðingur hjá Google og mikils metin hjá fyrirtækinu.

Í frétt NBC Bay Area kemur fram að Chuchu, sem hóf störf hjá Google í byrjun síðasta árs, hafi fundist nakin í flóanum á fimmtudag í síðustu viku. „Við vitum ekki hvort einhver varð vitni að einhverju en við höldum öllum möguleikum opnum,“ segir Shawn Ahearn hjá lögreglunni.

Ekki liggur því fyrir hvort Chuchu hafi verið ráðinn bani, hvort um slys hafi verið að ræða eða sjálfsvíg.

Lík Chuchu fannst skammt frá vinsælu útivistarsvæði en ekki liggur fyrir hvort hún hafi farið í sjóinn þar eða hvort líkið hafi rekið þangað. Það var kærasti konunnar sem tilkynnti um hvarf hennar og síðar þann sama dag fannst líkið. „Chuchu var frábær hugbúnaðarverkfræðingur,“ sagði Google í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala