fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sektaður á Keflavíkurflugvelli: „Hélt að þeir væru að saka mig um eitthvað alvarlegt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. desember 2017 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Devin Neubrander, starfsmaður bílaleigu, var sektaður um fimm þúsund krónur við Keflavíkurflugvöll í gær 10. desember. Ástæðan er sú að hann skildi bílinn eftir mannlausan í gangi. Devin er 29 ára gamall Bandaríkjamaður sem býr í Reykjanesbæ. Meðal verkefna hans er að sækja ferðamenn á völlinn á níu manna bifreið.

Fram að þessu taldi hann best að skilja bílinn eftir í gangi á meðan hann tæki á móti ferðamönnunum í flugstöðinni þegar mikill kuldi er út. Þá geta ferðamennirnir setið í heitum bíl á leiðinni til baka. Þegar hann hafði sótt ferðamennina og kom aftur að bílnum í gær biðu stóðu lögregluþjónar, klæddir skotheldum vestum við bifreiðina. Þeir höfðu tekið bíllyklana og sögðust þurfa að eiga orð við Devin, mjög alvarlegir. Devin vissi ekki að ólöglegt er að skilja ómannaða bifreið eftir í gangi.

Hélt að hann hefði framið stórglæp

Í samtali við DV segir Devin: „Ég var mjög áhyggjufullur því að ég er tiltölulega nýfluttur til Íslands og þekki ekki allar reglurnar. Ég reyni ávallt að fylgja reglunum. Í góðar fimm mínútur af „samtalinu“ mínu við lögregluna hélt ég að þeir væru að saka mig um eitthvað alvarlegt. Þannig var hegðun þeirra og orðræða. Fyrst spurðu þeir um ökuskírteini og ýmsar aðrar persónuupplýsingar, svo sögðu þeir mér af hverju þeir væru að tala við mig.“

Á meðan þetta gerðist stóðu ferðamennirnir úti í kuldanum og fylgdust með. „Þeir báðu um að fá að taka myndir af atburðinum og voru ekkert of áhyggjufullir.“

Eftir að Devin komst að því hvaða lög hann hafði brotið spurði hann lögreglumennina hvort þessi lög væru til að vernda náttúruna. Honum var þá tjáð að lögin væru til að vernda bifreiðaeigendur. Ef bíll er mannlaus, opinn og í gangi geti einhver stolið honum. Devin viðurkenndi brot sitt fyrir upptökumyndavél lögreglunnar og fékk í kjölfarið bíllyklana sína aftur. Ferðamennirnir komust inn úr kuldanum og Devin fékk fimm þúsund króna kröfu á netbankann sinn.

Þeir sem ákveða að hita upp bílinn sinn á köldum vetrarmorgnum, til dæmis áður en þeir keyra af stað með ungabarn, ættu því að minnast Devins og hugsa sig tvisvar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus