fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Nýr formaður velferðarnefndar hélt ræðu um bólusetningar sem gerði allt vitlaust: „Ég er ekkert á móti bólusetningum“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata segir að hún hafi ekkert á móti bólusetningum barna og hún muni alls ekki beita sér gegn bólusetningum sem formaður velferðarnefndar enda komi bólusetningar starfi hennar ekkert við. Halldóra vakti mikla athygli árið 2015 þegar hún gagnrýndi harðlega í ræðu á þingi að verið væri að þagga niður í þeim sem eru á móti bólusetningum.

Halldóra, sem þá var varaþingmaður Pírata, vísaði til viðtals á Stöð 2 við þriggja barna móður sem ákvað að bólusetja ekki yngsta barnið sitt vegna gruns um að eldra barn hennar hafi brugðist illa við bólusetningu. Viðbrögðin hafi verið að þagga niður í móðurinni, sem kölluð hafi verið „afdalavitleysingur“: „Hvað er þetta annað en þöggun? Mér er hugsað til Bandaríkjanna eftir 11. september 2001 þar sem ekki mátti gagnrýna valdstjórnina án þess að vera uppnefndur „unamerican“ eða „anti-patriot“. Nú er ég ekki að kenna íslenskt heilbrigðiskerfi við valdstjórn Bandaríkjanna en við sem samfélag erum komin á hálan ís þegar það þykir í lagi að þagga niður í samborgurum okkar með sams konar uppnefnum,“ sagði Halldóra. Ræðan var umdeild á sínum tíma þar sem margir, þar á meðal samflokksmenn hennar, töldu að Halldóra væri að tala gegn bólusetningum barna. Nú þegar Halldóra hefur verið skipuð formaður velferðarnefndar hafa þessi ummæli verið rifjuð upp víða á samfélagsmiðlum.

Halldóra hafnar því alfarið að vera á móti bólusetningum í samtali við DV, hún hafi verið að gagnrýna hvernig komið væri fram við þá sem efuðust um bólusetningar: „Ég er ekkert á móti bólusetningum. Ég hélt ræðu á þingi sem gerði allt vitlaust og þá stimpluðu mig allir sem einhvern andstæðing bólusetninga, sem var hreinlega bara út af umræðunni. Mér finnst það rosalega sárt að horfa til þess, ég veit að það er fullt af fólki sem efast og um leið og það tjáir sig þá er það jaðarsett. Það er ógeðslega ljótt hvernig er talað og ég held að það gagnist engum. Það hefur algjörlega öfugverkandi áhrif að koma svona fram við fólk og mér finnst að við eigum að geta tekið þessa umræðu eins og allar aðrar umræður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus