fbpx
Fréttir

Ungur hælisleitandi dæmir leiki í íslenska boltanum

Einn besti dómari Íslands vonar að hann fái hæli hér á landi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2017 15:51

„Vonandi nær áfrýjunin hans í gegn hjá Útlendingastofnun og fjölskyldan fái hæli hér á landi. Að mínu mati væri það akkur fyrir samfélagið að fá svona fólk til landsins,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi FIFA-dómari, sem aðstoðað hefur ungan hælisleitanda, Twana Khalid, við að dæma leiki hér á landi.

Fótbolti.net fjallar um þetta.

Twana er 28 ára gamall og er frá írak, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur dæmt leiki í efstu deild írösku deildarinnar í fótbolta. Twana sótti um hæli hér á landi en var synjað þar sem hann kom frá Þýskalandi. Gunnar segir við Fótbolta.net að Twana eigi fjölskyldu; konu og tvö börn og það þriðja á leiðinni. Um sé að ræða fjölskyldu sem gæti vel komist inn í samfélagið hér á landi. Þá myndi hans þekking nýtast vel í íslenskri dómarastétt.

Gunnar segir að hann hafi komist í kynni við Twana í gegnum konuna sína sem starfar sem deildarstjóri í grunnskóla. Talið hafi borist að Twana og Gunnar, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslands undanfarin ár, sett sig í samband við hann.

Úr varð að þeir hittust og síðan þá hefur Twana dæmt tvo leiki, annan í fjórða flokki og hinn í öðrum flokki. Gunnar segir að Twana sé góður dómari; hann hafi dæmt í írösku úrvalsdeildinni og setið námskeið á vegum FIFA í heimalandi sínu.

Gunnar segist að lokum vona að Twana og fjölskylda hans fái hæli hér á landi og bætir við að íslensk félög geti leitað til hans ef þau hafa áhuga á að komast í samband við Twana um dómgæslu.

Frétt Fótbolti.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum