Fréttir

Skúli gefur fátækum fisk

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Monday, December 11, 2017 09:00

„Ég vil gefa fjölskyldum ógleymanleg jól í staðinn fyrir enginn jól,“ segir snapparinn Skúli Jóhannsson, betur þekktur sem Skúli Jóa. Skúli starfar sem sjómaður og vill hann láta gott af sér leiða fyrir hátíðarnar. Síðustu ár hefur hann gefið fátækum fjölskyldum fisk um jólin.

Skúli nýtur vinsælda á Snapchat, hefur mörg þúsund fylgjendur og vill nota þann meðbyr til góðs.

„Ég ætla að gefa fisk því ég er sjómaður. Þá eru nokkur fyrirtæki sem gefa kjöt og annan glaðning. Ég óska eftir aðstoð frá fyrirtækjum sem vilja leggja sitt af mörkum. Fyrirtæki sem vilja leggja þeim sem berjast í bökkum lið geta haft samband við mig á Snapchat. Ég hvet líka einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg að hafa samband.“

Snapchat Skúla Jóa er @skulijoa. Skúli mun leita til sveitarfélaga til að fá ábendingu um fjölskyldur sem þurfa aðstoð yfir jólin.

„Ég ætla að gefa fimm fjölskyldum sem eiga um sárt að binda um jólin glaðning. Ég er sjómaður og ætla því að flaka fisk fyrir þau. Ég hef gefið fjögurra manna fjölskyldum nóg af fiski fyrir minnst þrjár máltíðir seinustu ár. Nú vil ég bæta í og gera enn betur. Stefnan er að fá fyrirtæki með mér í lið til að styðja fjölskyldur. Á Snapchat ætla ég að greina frá hvaða fyrirtæki ætla að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru ekki aðeins að hugsa um hagnað eða græðgi rétt fyrir jól. Það eiga allir að geta haldið gleðileg jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

í gær
Skúli gefur fátækum fisk

Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fréttir
í gær
Uppreisn í Folsom-fangelsinu

Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Fréttir
í gær
Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Fréttir
í gær
Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Hrósið fær Sigríður Andersen

Fréttir
í gær
Hrósið fær Sigríður Andersen

Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

FréttirMenning
í gær
Reykvíkingar vildu ekki ráðhús við Tjörnina

Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

í gær
Bölvun á Þorlákshöfn

Að skjóta sig í fótinn

Mest lesið

Ekki missa af