fbpx
Fréttir

Skúli gefur fátækum fisk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. desember 2017 09:00

„Ég vil gefa fjölskyldum ógleymanleg jól í staðinn fyrir enginn jól,“ segir snapparinn Skúli Jóhannsson, betur þekktur sem Skúli Jóa. Skúli starfar sem sjómaður og vill hann láta gott af sér leiða fyrir hátíðarnar. Síðustu ár hefur hann gefið fátækum fjölskyldum fisk um jólin.

Skúli nýtur vinsælda á Snapchat, hefur mörg þúsund fylgjendur og vill nota þann meðbyr til góðs.

„Ég ætla að gefa fisk því ég er sjómaður. Þá eru nokkur fyrirtæki sem gefa kjöt og annan glaðning. Ég óska eftir aðstoð frá fyrirtækjum sem vilja leggja sitt af mörkum. Fyrirtæki sem vilja leggja þeim sem berjast í bökkum lið geta haft samband við mig á Snapchat. Ég hvet líka einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg að hafa samband.“

Snapchat Skúla Jóa er @skulijoa. Skúli mun leita til sveitarfélaga til að fá ábendingu um fjölskyldur sem þurfa aðstoð yfir jólin.

„Ég ætla að gefa fimm fjölskyldum sem eiga um sárt að binda um jólin glaðning. Ég er sjómaður og ætla því að flaka fisk fyrir þau. Ég hef gefið fjögurra manna fjölskyldum nóg af fiski fyrir minnst þrjár máltíðir seinustu ár. Nú vil ég bæta í og gera enn betur. Stefnan er að fá fyrirtæki með mér í lið til að styðja fjölskyldur. Á Snapchat ætla ég að greina frá hvaða fyrirtæki ætla að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru ekki aðeins að hugsa um hagnað eða græðgi rétt fyrir jól. Það eiga allir að geta haldið gleðileg jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“
Fréttir
Í gær

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“
Fyrir 2 dögum

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433