fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári: Umræðan endar alltaf sem vörn fyrir ofbeldi hástéttarkvenna

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi segir að þróun umræðunnar um #metoo sýni hvert borgaralegur femínismi leiðir. Þegar umræða kviknar út frá varnar- og valdaleysi kvenna gagnvart þeim sem fara með völdin þá endar umræðan alltaf sem vörn fyrir konur á borð við Rannveigu Rist, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Í tilviki Rannveigar sé um að ræða skjaldborg fyrir bílinn hennar segir Gunnar Smári.

Í fréttum RÚV í gærkvöldi ræddi Rannveig, sem er forstjóri Rio Tinto á Íslandi, um sýruárás sem hún varð fyrir á heimili sínu í ágúst 2009. Málningu hafði verið sett á húsið hennar og vatnsblandaðri sýru var hellt á bílstjórahurð á bílnum hennar, sýran slettist á Rannveigu með þeim afleiðingum að hún fékk sár í andlitið. Í ljósi #metoo-byltingarinnar sagði Rannveig að öðruvísi hefði verið tekið á sér þar sem hún er kona og gagnrýndi hún yfirvöld fyrir að láta málið niður falla. Í vikunni hefur einnig verið rætt við fjölda kvenna um reynslu þeirra, þar á meðal Steinunni Valdísi Óskarsdóttur fyrrverandi borgarstjóra sem þurfti að þola hörð mótmæli fyrir utan heimili sitt vorið 2010 og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra sem sagði að henni hefði alltaf liðið eins og gesti í stjórnmálum.

Gunnar Smári sagði í innleggi í umræðu um sýruárásina á Rannveigu Rist í hópnum Fjölmiðlanördar á Fésbók að ef yfirstéttarkonur séu innan baráttu á borð við #metoo þá muni baráttan alltaf þjóna yfirstéttinni fyrst og síðast: „Þótt umræða kvikni út frá varnar- og valdaleysi kvenna gagnvart þeim sem fara með völdin; þá endar umræðan alltaf sem vörn fyrir ofbeldi hástéttarkvenna gagnvart almenningi,“ segir Gunnar Smári og bætir við: „Lögmál borgaralegs femínisma á Íslandi er að á endanum ver hann aðeins rétt Hönnu Birnu til að níðast á varnarlausum hælisleitendum. Vonandi verður þessi sveifla hins íslenska metoo frá ofbeldi hins valdamikla gegn hinni valdalitlu í skjóli þöggunar og hljóðlauss samþykkis samfélagsins yfir í andstöðu gegn opinberum mótmælum almennings gegn yfirstéttinni grafskrift borgaralegs femínisma. Með því að reyna sífellt að halda yfirstéttarkonum innan baráttunnar mun baráttan alltaf þjóna yfirstéttinni fyrst og síðast. Og meginkrafa yfirstéttarinnar er alltaf að fá að kúga fólk afskiptalaust.“

Þegar hann var beðinn um að útskýra ummæli sín sagði Gunnar Smári að hann væri ekki að banna valdakonum að heyja sína kvennabaráttu innan síns hóps en vægi þeirra í almennri umræðu verði til þess að þær taka nánast yfir frásagnir hinna valdalausu: „Valdafólk er uppáhalds fórnarlömb fjölmiðla, þeir eiga alltaf erfitt með að stilla upp hinum valdalausu sem persónum sem lesendur/hlustendur geta raunverulega fundið til með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“