fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn Valur um prósentin 78: Áfall fyrir Samfylkinguna

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason. Mynd/Sigtryggur Ari

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, hefur verið einn einlægasti stuðningsmaður nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir það ekki koma sér á óvart að stuðningur við stjórnina mælist í 78%.

„Ég skrifaði um það fyrir skömmu að ríkisstjórnin yrði geysivinsæl. Ég hefði viljað sjá hana myndaða fyrr en kannski voru ekki aðstæður til þess. Frá hruni hefur mín tilfinning verið að við séum öll að leita eftir aðstæðum þar sem rykið getur sest og við náð áttum. Skapað einhvers konar umgjörð eða ramma utan um pólitíkina og lífið. Það er búið að vera mikið róstur, hamagangur og læti og fólk er orðið þreytt á því.“

Tvíþætt ástæða

Björn segist sannfærður um að ríkisstjórnin verði farsæl og ástæðan sé tvíþætt. „Hún vandaði til verka við stjórnarsáttmálann og tók sér góðan tíma. Hún byggði líka vel undir hann með því að ræða við fjölmarga aðila í samfélaginu sem ekki hefur verið gert áður við myndun ríkisstjórnar. Hingað til hefur þetta verið gert við vöfflubakstur í einhverjum sumarbústöðum eða út í Viðey við skringilegar aðstæður. Oft bara tveir menn sem mynda ríkisstjórn. En núna var þetta ekki gert þannig heldur var rætt við hagsmunaaðila út í samfélaginu eins og Landspítalann, ASÍ, öryrkja aldraða og svo framvegis.“ Með því að hafa samráð við þessa aðila verði væntingarnar til stjórnarinnar raunhæfar og grundvöllur hennar betri.

78% stuðningur er vitaskuld fáheyrður og varla hægt að ætlast til að hann haldist. En getur stjórnin haldið viðlíka stuðningi til lengdar?

Hún mun vafalaust tapa einhverjum prósentum. Það verða harðar og snarpar umræður um fjárlög og fleira slíkt. En enginn formannanna þriggja, allra síst forsætisráðherra, hafa gefið það í skyn að öllu verði kippt í liðinn í einum vettvangi. Núna verður fyrst og fremst farið í að koma verkefnum af stað. En það er mikilvægt að ríkisstjórnin standi við það sem hún segist ætla að gera. Vinsældirnar munu áfram verða miklar.

Áfall fyrir Samfylkingu

Ein af ástæðunum fyrir því að vinsældirnar munu haldast að mati Björns eru hinar ytri aðstæður. Bæði það að efnahagsástandið sé gott og stjórnarandstaðan sundruð. „Þessi könnun er auðvitað áfall fyrir þau, sérstaklega Samfylkinguna sem talaði fyrir því að þetta yrði einhvers konar ógnarstjórn og allir úr Vinstri Grænum flýja flokkinn. Þetta yrði upphafið að hruni Vinstri Grænna eins og Samfylkingin fékk að upplifa á sínum tíma í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki að gerast, þvert á móti.“ Björn segist þó gjarnan vilja hafa Samfylkinguna með í stjórninni.

Eins og flestum er kunnugt reyndist myndun ríkisstjórnarinnar tregafull fyrir suma flokksmenn Vinstri Grænna. Tveir þingmenn, Rósa Björk og Andrés Ingi, sögðust ekki geta stutt stjórnina en hafa þó lýst yfir stuðningi við ráðherralista flokksins. Þá hafa einhverjir sagt sig úr flokknum, þar á meðal fólk sem samt á framboðslistum.

Munu þessar miklu vinsældir lægja öldurnar innan flokksins?

Þessar raddir eru ekki jafn sterkar eins og gert er úr. Margir flokksmenn settu fyrirvara á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er ekki okkar óska samstarfsaðili frekar en við erum óska samstarfsaðili þeirra. Þetta voru háværar raddir en ekki mjög margar. Af 6000 félögum hafa rúmlega 100 sagt sig úr flokknum og milli 50 og 60 skráð sig í hann. Þeir sem eru í kringum mig eru jákvæðir gagnvart stjórninni og telja að betra sé að flokkurinn sé í ríkisstjórn, og leiði hana, heldur en að standa utan stjórnar. Ég held líka að margir vinir mínir úr Samfylkingunni hugsi líka svona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki