fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Aflýsa kirkjuferð grunnskólabarna – Foreldrar, bæjarfulltrúar, þingmenn og forsætisráðherra lýsa yfir óánægju sinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af tillitssemi við þá sem ekki eru kristinnar trúar hefur stjórn Gribskolen í Græsted á Sjálandi í Danmörku ákveðið að yngstu nemendurnir fari ekki lengur í jólaguðsþjónustu í aðdraganda jólanna. Skólastjórinn, Marianne Vedersø Schmidt, sendi frá sér tilkynningu í samskiptakerfi skólans til foreldra um að kirkjuhefðin verði látin „líðan undir lok“.

TV2 segir frá þessu. Þar kemur fram að í tilkynningu skólastjórans komi fram að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna þess að mörg börn í skólanum séu annarrar trúar en kristinnar. Skólinn hafi verið mjög ánægður með samstarfið við kirkjuna og vilji halda samstarfinu áfram, enda auki það menningarlega og almenna vitneskju barnanna, en þar sem í jólaguðsþjónstu felist predikun verði það að vera val hverrar fjölskyldu hvort hún vilji taka þátt í jólaguðsþjónustu og þá utan skólatíma.

Ekki eru allir sáttir við þetta og margir foreldrar barna í skólanum hafa lýst yfir óánægju sinni. Það sama hafa bæjarfulltrúar, þingmenn, fyrrum menntamálaráðherra, sóknarpresturinn og nú síðast Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, gert.

Kim Valentin, bæjarstjóri, hvetur skólastjórnina til að breyta þessari ákvörðun og láta bornin fara í kirkjum. Hann segir á Facebooksíðu sinni að það hljóti að vera birtingarmynd misskilinnar nærgætni í garð þeirra sem ekki eru kristnir að aflýsa kirkjuferðinni í aðdraganda jólanna.

„Við erum kristið land og við eigum að vera stolt af því. Það á auðvitað ekki að þvinga neinn til að taka þátt en kirkjan og sérstaklega jólin eru mikilvægur hluti af menningu okkar og ef maður býr í Danmörku er skynsamlegt að skilja þetta og taka þátt.“

Marie Krarup og Martin Henriksen, þingmenn Danska þjóðarflokksins, hafa bæði gagnrýnt þessa ákvörðun.

„Hræðilegur skortur á sjálfsvirðingu. Við erum kristið land. Þess vegna erum við með kristnar hefðir. Við eigum ekki að hætta þeim í nafni fjölmenningarinnar.“

Segir Krarup og Henriksen tekur í sama streng og segir að skólastjórnendur eigi að skammast sín, svo einfalt sé það. Grunnskólinn eigi að standa vörð um danska menningu í stað þess að ýta henni til hliðar.

Ellen Trane Nørby, heilbrigðisráðherra og fyrrum ráðherra menntamála, er heldur ekki hrifin af þessari ákvörðun. Hún segir að það sé skylda danskra grunnskóla að sjá til þess að börn læri um dönsk gildi og jól og danskar hefðir séu hluti af því. Þessi ákvörðun sé ekki gagnleg fyrir aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi, menninguna eða menntun barna.

Í gærkvöldi blandaði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, sér síðan í umræðuna en hann er fyrrum nemandi í skólanum. Hann segir á Facebooksíðu sinni að þessi ákvörðun sé mistök.

Umræðan hefur greinilega haft áhrif því skólastjórnin hefur boðað til aukafundar á fimmtudaginn um málið þar sem það verður rætt en fjölmargar formlegar kvartanir hafa borist til stjórnarinnar frá foreldum vegna þessarar ákvörðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu