fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stefán réttir reiðum Heimi sáttahönd: „Hvað er að, Heimir minn?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor, hefur rétt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á Stöð 2, sáttahönd, eftir að sá síðarnefndi hellti úr skálum reiði sinnar yfir Stefán og RÚV vegna þess að Stefán mætti í viðtal við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag eftir að hafa neitað Heimi, að hans sögn, viðtali í 20 ár.

DV greindi frá þessu fyrr í dag. Heimir skrifaði:

Gamla ríkissnobbið. Hef reynt í 20 ár án árangurs að fá Stefán Ólafsson einn af mínum gömlu tilraunum til uppfræðslu í HÍ til viðtals án árangurs. Hann hefur ALLTAF sagt nei. Sé hann svo í fræðarunki hjá Agli. Helvíti er Rúvrunkið öflugt, snobbið og fyrirlitningin , eins ómerkilegt og það er RÚV og allt það helvítis ríkisskítapakk er!

Stefán Ólafsson skrifaði eftirfarandi ummæli undir fréttina:

Hvað er að Heimir minn? Þú hefur ekki beðið um viðtal við mig um þessa nýju bók. Þú fengir það um leið, enda góður og vel menntaður fréttamaður (fyrrverandi nemandi minn!) – og raunar í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hver veit nema að Stefán birtist fljótlega í þættinum Víglínan á Stöð 2 og eigi gott spjall við Heimi Má Pétursson?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni