fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Rökkvi keypti töframann fyrir börnin sem fóru ekki í kirkjuheimsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef alltaf verið á móti þessum kirkjuheimsóknum á aðventunni og í ár pantaði ég töframann til að skemmta krökkunum sem voru höfð eftir,“ segir Rökkvi Vésteinsson uppistandari, forritari og nú nýlega leiðsögumaður.

Árlega verða nokkrar deilur í samfélaginu um hvort réttlætanlegt sé að fara með skólabörn í kirkjuheimsóknir á aðventunni. Slíkar heimsóknir hafa lagst af í grunnskólum Reykjavíkur en tíðkast enn í Kópavogi.

Rökkvi Vésteinsson
Rökkvi Vésteinsson

Rökkvi á tvær stelpur, Laufey 8 ára og Emblu 6 ára, en þær eru í Snælandsskóla í Kópavogi. Þegar bekkirnir þeirra fóru í kirkjuheimsókn fyrir stuttu urðu þær eftir í skólanum ásamt örfáum öðrum börnum. Rökkvi fékk þá töframanninn Jón Víðis Jakobsson til að skemmta börnunum sem urðu eftir og eiginkona töframannsins, Regína Hrönn Ragnarsdóttir, tók þessar myndir við það tækifæri.

En hvers vegna er Rökkva illa við að börnin hans fari í kirkjuheimsóknir og myndir hann t.d. leyfa börnunum sínum að fara í mosku með skólanum?

„Nei, ég myndi leggjast gegn því. Það væri heldur ekki rétt að börnin færu í höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins á þeim forsendum að þau ættu að læra um persónufrelsi eða einstaklingsframtakið. Það væri heldur ekki rétt ef heimsóknin væri til VG að læra um náttúruvernd eða til allra flokka að læra um einhver gildi sem þeir hafa, þó að það væru góð gildi og ég sammála þeim.“

„Ég myndi heldur ekki vilja að þau færu í trúarsöfnuði, íslamska, kristna, ásatrúar eða trúleysis-. Skólinn er opinber stofnun. Ég treysti kirkjunni líka ekki heldur til að vera með einhverja hlutlausa „fræðslu“.

Mynd: Regína Hrönn Ragnarsdóttir

Sitt sýnist hverjum um kirkjuheimsóknir skólabarna en víst er að Rökkvi leysti málið á sinn hátt og börnin voru hæst ánægð með heimsókn töframannsins. Af tillitssemi birtast aðeins dætur Rökkva með töframanninum á myndunum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum