Jólabasar Kattavinafélags Íslands haldinn hátíðlegur um helgina

Yndislegar kisur verða sýndar. Mynd: Kattavinafélag Íslands
Sannkölluð kisuveisla Yndislegar kisur verða sýndar. Mynd: Kattavinafélag Íslands

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2 í Reykjavík laugardaginn 2. desember klukkan 11 til 16.

Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólum eins og jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut og handunnin kerti. Fjölbreytt úrval nýtilegra muna verður líka í boði og glæsilegt úrval af handverki, svo sem prjónavöru.

Á basarnum verður til sölu dagatal ársins 2018. Einnig kisutengdur varningur eins og kattastyttur, skartgripir og úr, peningabuddur og veski, klútar og fleira.

Október er einstaklega falleg til augnanna. Mynd: Kattavinafélag Íslands
Október Október er einstaklega falleg til augnanna. Mynd: Kattavinafélag Íslands

Eins og endranær verða girnilegar smákökur og annað bakkelsi á boðstólum.

Yndislegar kisur verða sýndar, sem allar eiga það sameiginlegt að þrá að eignast ný og góð heimili.

Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum í Kattholti.

Mozart stillir sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Kattavinafélag Íslands
Mozart Mozart stillir sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Kattavinafélag Íslands

Moli lætur fara vel um sig í skál. Mynd: Kattavinafélag Íslands
Moli Moli lætur fara vel um sig í skál. Mynd: Kattavinafélag Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.