Flugdólgur handsamaður í Keflavík: Henti flöskum í flugfreyjur

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Keflavíkurflugvelli vegna flugdólgs sem lét öllum illum látum. Flugdólgurinn var farþegi hjá ungverska flugfélaginu Wizz Air. Var flugdólgurinn undir áhrifum áfengis og hafði hent áfengisflöskum í flugfreyjur vélarinnar þegar hún var á leið hingað til lands.

Þá var maðurinn með dónaskap og leiðindi og hafði drukkið áfengi sem hann kom með um borð í vélina. Í tilkynningu lögreglu segir:

„Þegar áhöfnin ætlaði að hafa afskipti af honum reiddist hann og kastaði flöskunum að áhafnarmeðlimunum. Lögregla ræddi við manninn og var þá úr honum allur vindur. Ekki er vitað hvort flugfélagið kærir hann fyrir athæfið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.