fbpx
Fréttir

Dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar – Versta og hræðilegasta niðurstaða geðrannsóknar sem saksóknari hefur séð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. desember 2017 07:59

Óhætt er að segja að margir Danir hafi fagnað því í gær þegar glæpaforinginn Danny Abdalla var dæmdur til þyngstu refsingar sem dönsk lög leyfa en hann var þá dæmdur til ótímabundinnar vistunar á viðeigandi öryggisstofnun. Samkvæmt dómnum skal einnig vísa honum úr landi en það verður þó þrautinni þyngra að fylgja því eftir.

Abdalla er fæddur í Líbanon en hefur búið í Danmörku um árabil. Hann var lengi formaður Den Internationale Klub í Álaborg en það er glæpagengi innflytjenda. Abdalla er 51 árs og á nokkurn brotaferil að baki í Danmörku.

Að þessu sinni var hann ákærður fyrir 36 brot, þar á meðal að hafa nauðgað fyrrum unnustu sinni og vinkonu hennar og að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur öðrum konum. Abdalla var dæmdur í 8 ára fangelsi 2003 fyrir fíkniefnabrot og 2012 var hann dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir rán.

Abdalla var mjög ósáttur við dóminn og sakaði dómarann um að vera undir miklum pólitískum þrýstingi og því hafi hann dæmt hann til þessarar refsingar. Hann hélt fram sakleysi sínu og sakaði lögregluna um að hafa falsað sönnunargögn. Hann áfrýjaði dómnum strax til Landsréttar.

Hvað varðar brottvísun hans frá Danmörku þá verður hún varla að veruleika því Abdalla er talinn vera í lífshættu í heimalandi sínu vegna samstarfs hans við ísralelsku leyniþjónustuna Mossad á níunda áratug síðustu aldar. Af þessum sökum er ekki hægt að vísa honum úr landi en tvisvar áður hafa dómstólar dæmt að vísa ætti honum úr landi. En það hefur ekki verið hægt að framfylgja þeim dómum og Danir hafa setið uppi með hann og Abdalla hefur ekki látið mikið halda aftur af sér við að fremja afbrot af margvíslegum toga.

Í málflutningi saksóknara kom fram að Abdalla hefði gengist undir geðrannsókn og kynnti saksóknarinn niðurstöðu hennar. Sagði saksóknarinn að niðurstaða rannsóknarinnar væri sú versta og hræðilegast sem hann hafði séð á ferli sínum. Fór saksóknarinn því fram á það við dóminn að hann myndi fylgja tillögum Réttarlæknaráðsins og dæma Abdalla til ótímabundinnar vistunar á viðeigandi öryggisstofnun. Til vara krafðist saksóknarinn 14 ára fangelsis yfir Abdalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“