fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Ásgeir þekkti vel stríðsglæpamanninn sem drakk eitur: „Hann var maður sem hikaði aldrei“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 1. desember 2017 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slobodan Praljak, króatískur stríðsglæpamaður sem tók eitur við dómsuppsögu í vikunni, var um skeið tengdafaðir Ásgeirs Friðgeirssonar. Ásgeir er fyrrverandi talsmaður Björgólfs Guðmundssonar. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að Slobodan hafi verið stór í öllu og aldrei hikað.

Það vakti talsverða athygli um heim allan þegar Slobodan fyrirfór sér í beinni útsendingu við dómsuppsögn í Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Ásgeir er fyrrverandi tengdasonur Slobodan en hann var kvæntur Natasha Babic, fósturbarni hans. Ásgeir segist hafa kynnst Slobodan á árunum 1997 til 2003.

Í viðtalinu segir Ásgeir að það hafi ekki komið sér mikið á óvart að Slobodan hafi tekið eigið líf sitt á svo dramatískan hátt. „Ekki það að ég ætli að halda því fram að einhver hefði getað séð það fyrir að hann myndi enda líf sitt með þessum hætti,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segist hafa hætt öllum samskiptum við Slobodan þegar hann var ákærður fyrir stríðsglæpi. „Hann var maður sem hikaði aldrei við að gera það sem þurfti að gera. Hann var mjög einbeittur,“ segir Ásgeir. Hann lýsir honum sem ákveðnum manni. „Hann var mjög fyrirferðarmikill alls staðar þar sem hann kom, var mikill athafnamaður, rak ýmis fyrirtæki og maður sem lét verulega til sín taka,“ segir Ásgeir.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=AdQsDopZfS4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik