Fréttir

Björn Þorri sér ekki eftir neinu: „Auðvitað stóð aldrei til að meiða nokkurn“ – Sveinn: „Ég hef beðið hana afsökunar“

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Þriðjudaginn 5 desember 2017 09:19

Björn Þorri Viktorsson lögmaður segir að það hafi ekki verið mistök af sinni hálfu að mótmæla fyrir framan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, árið 2010.

Þetta segir Börn í Fréttablaðinu í dag.

Fyrir framan gluggana í þrjár vikur

Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku árið 2010 en áður en að því kom hafði hópur mótmælenda safnast fyrir framan heimili hennar og krafist afsagnar hennar vegna styrkja sem hún fékk í prófkjörsbaráttu sinni. Í Silfrinu um helgina sagði Steinunn frá því að þjóðþekktir nafngreindir menn hafi hvatt aðra til að fara heim til hennar og nauðga henni.

Steinunn kvaðst ekki hafa haft kjark til að tjá sig opinberlega um reynslu sína. „Ég finn það bara þegar ég sit hérna og við erum að tala um þetta, ég hef ekkert talað um þetta opinberlega, að ég fer næstum því bara að gráta. Þið verðið bara að afsaka. Þetta er bara þannig. Ég vil bara þakka öllum þessum konum sem hófu þessa vegferð, því þetta skiptir máli,“ sagði Steinunn.

Steinunn sagði árið 2014 að Björn Þorri Viktorsson og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, haft sig mikið í frammi á vormánuðum 2010. „Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson og bræður hans Hlaupagarpar voru fyrir framan gluggana hjá mér í þrjár vikur. Þar var einnig Björn Þorri Viktorsson lögmaður kvöld eftir kvöld vel klæddur í kraftgalla með marga af sínum skjólstæðingum. Til viðbótar voru margir skjólstæðingar Útvarps Sögu o.fl.,“ sagði hún.

„Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn.“

Ekki mistök

Björn Þorri segir við Fréttablaðið í dag að það hafi ekki verið mistök af hans hálfu að mótmæla við heimili Steinunnar á sínum tíma. „Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir hann og bætir við að hans tilfinning sé sú að verið sé að skrifa söguna aftur að nokkru leyti. Bendir hann á að Steinunn Valdís hafi sagt af sér og beðist afsökunar og færa megi rök fyrir því að þær breytingar sem á eftir fylgdu hefðu ekki orðið ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir.

„Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn við Fréttablaðið.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, er þó á öndverðum meiði að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Það hafi verið röng leið að mótmæla við heimili Steinunnar. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Björn Þorri sér ekki eftir neinu: „Auðvitað stóð aldrei til að meiða nokkurn“ – Sveinn: „Ég hef beðið hana afsökunar“

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Stal úr búðum með mömmu sinni: Gyða missti son sinn frá sér vegna neyslu – „Þegar þú ert búin að missa barn þá er allt farið“

Mest lesið

Ekki missa af