fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Maður með rafbyssu handtekinn

Mikil erill hjá lögreglu í nótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. desember 2017 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umtalsverður erill var hjá lögreglunni í nótt og allar fangageymslur fullar og rúmlega það. Það þurfti að taka í notkun fangaklefa á lögreglustöðinni í Hafnafirði en slíkt heyrir til undantekninga. Sem betur fer voru komu ekki upp nein alvarleg mál en þetta voru flest allt mál er tengdust óhóflegri neyslu áfengis og vímuefna,“ segi í dagbók lögreglunnar í dag.

Greint er frá því að snemma í gærkvöld var maður handtekinn á vínveitingastað með stuðbyssu. Var hann vistaður í fangaklefa. Gerðist þetta í miðbænum.

Um miðnættið var bíl ekið á ljósastaur við Kirkjustræti og ók ökumaður síðan af vettvangi. Bíllinn fannst síðar um nóttina og var grunaður ökumaður handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Á hóteli í miðbænum var maður í annarlegu ástandi handtekinn um tvöleytið í nótt fyrir að valda skemmdum á herbergi með hníf. Var hann vistaður í fangaklefa.

Laust fyrir klukkan fimm í morgun var ungur karlmaður handtekinn í Breiðholti fyrir eignaspjöll í fjölbýlishúsi. Var hann vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi