Tekinn af lífi í Texas

Var tekinn af lífi í gærkvöldi.
Ruben Ramirez Var tekinn af lífi í gærkvöldi.

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku mexíkóskan ríkisborgara, Ruben Ramirez Cardenas, af lífi í gærkvöldi. Ruben þessi var dæmdur til dauða fyrir morðið á frænku sinni, hinni sextán ára gömlu Mayru Laguna árið 1997.

Ruben var sakfelldur fyrir að nema hana á brott áður en hann nauðgaði henni og gekk í skrokk á henni með þeim afleiðingum að hún lést. Ruben, sem var 47 ára, fékk banvæna sprautu í gærkvöldi en áður höfðu bandarískir dómstólar hafnað beiðnum hans um að fá dómnum breytt í lífstíðarfangelsi.

Ruben var sjöundi fanginn í Texas sem tekinn er af lífi á þessu ári.

Ruben játaði sök við yfirheyrslur hjá lögreglu en verjandi hans reyndi síðar að færa rök fyrir því að um þvingaða játningu hafi verið að ræða. Honum hafi verið haldið vakandi í 22 klukkustundir áður en hann játaði loks á sig morðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.