Sigmundur Davíð hissa á Guðna: „Aðrir eru hættir að reyna“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist vera hissa á Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Sigmundur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að forystumenn stjórnmálaflokkanna hafi í gær verið að bíða eftir því að Guðni veitti einhverjum flokksformanni umboð til stjórnarmyndunar.

„Satt best að segja er ég hissa á því að forseti skuli ekki hafa veitt umboðið á nýjan leik, strax í dag,“ sagði Sigmundur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann segist telja eðlilegt að forystumenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi bíði átekta.

„Einfaldlega vegna þess að Bjarni Benediktsson gerir væntanlega ráð fyrir því að hann fái umboðið, og þá gerist ekkert í millitíðinni. Aðrir eru hættir að reyna, eftir því sem ég kemst næst, þannig að þau samtöl sem átt hafa sér stað eru, að mínu mati, málamyndasamtöl,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.